Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum
Fréttir 16. apríl 2014

Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við duttum heldur betur í lukkupottinn því bormenn Ræktunarsamband Flóa og Skeiða voru að finna hjá okkur um hundrað gráðu heitt vatn, sem er að gefa okkur 20 til 25 sekúndulítra. Þetta er frábært og mun m.a. nýtast okkur í ferðaþjónustu, ræktun og fleira og fleira hér á jörðinni og í næsta nágrenni,“ segir Gunnar Skaptason, athafnamaður og einn eigenda Bergstaða í Biskupstungum.
 
Þetta er í fyrsta skipti sem heitt vatn finnst á þessum stað í Biskupstungum, eða í eystri tungunni svonefndri við Tungufljótið. Vatnið fannst á 972 metra dýpi.
 
„Hér hefur verið talað um að bora eftir heitu vatni síðustu fjörutíu ár en það hefur aldrei neinn þorað fyrr en núna. Ég vil þakka Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi og starfsmönnum bordeildar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða fyrir þeirra vinnu, allir þessir aðilar hafa staðið sig frábærlega í þessari vinnu,“ bætti Gunnar við. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f