Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum
Fréttir 16. apríl 2014

Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við duttum heldur betur í lukkupottinn því bormenn Ræktunarsamband Flóa og Skeiða voru að finna hjá okkur um hundrað gráðu heitt vatn, sem er að gefa okkur 20 til 25 sekúndulítra. Þetta er frábært og mun m.a. nýtast okkur í ferðaþjónustu, ræktun og fleira og fleira hér á jörðinni og í næsta nágrenni,“ segir Gunnar Skaptason, athafnamaður og einn eigenda Bergstaða í Biskupstungum.
 
Þetta er í fyrsta skipti sem heitt vatn finnst á þessum stað í Biskupstungum, eða í eystri tungunni svonefndri við Tungufljótið. Vatnið fannst á 972 metra dýpi.
 
„Hér hefur verið talað um að bora eftir heitu vatni síðustu fjörutíu ár en það hefur aldrei neinn þorað fyrr en núna. Ég vil þakka Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi og starfsmönnum bordeildar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða fyrir þeirra vinnu, allir þessir aðilar hafa staðið sig frábærlega í þessari vinnu,“ bætti Gunnar við. 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...