Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi
Fréttir 4. apríl 2016

Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hópur um­hverfisvöktunar á jörðinni (The Group on Earth Observations) hafa kynnt gangsetningu forvarnarvöktunar (Early Warning Crop Monitor). Er því ætlað að berjast fyrir fæðuöryggi á jörðinni. Var þetta tilkynnt þegar fulltrúar helstu iðnríkja heims héldu fund GEO 36 í Genf 8.–9. mars.
 
Vöktunarkerfið er þróað af alheims land­búnaðar­vökt­uninni „GEO Global Agricultural Monitoring Initiative (GEOGLAM)“. Er það stutt af landbúnaðarráðherrum G-20 ríkjanna. Mun uppskeruvöktunin „Early Warning Crop Monitor (ECWM)“ veita upplýsingar inn í kerfið af stöðu uppskeru í heiminum. Einnig veita upplýsingar um ef hætta er á fæðuóöryggi í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum sem og í Mið- og Suðaustur-Asíu. Samkvæmt frétt ECWM í byrjun mars er víða hætta á miklum þurrkum og uppskerubresti vegna El Niño. Á það bæði við ríki í Suðaustur-Asíu og enn frekar í sunnanverðri Afríku. 
 
Mun Early Warning Crop Monitor ásamt GEOGLAM Crop Monitor annast eftirlit fyrir upplýsingaþjónustu landbúnaðarvörumarkaðarins (AMIS). Verður stöðugt fylgst með stöðu landbúnaðarmála og uppskeru í 124 löndum. Það spannar yfir 94% af öllu ræktarlandi heims. UM 40 stofnanir og samtök á heimsvísu munu styðja við þessa framkvæmd, en gefnar verða út mánaðarlegar úttektir.  

Skylt efni: fæðuöryggi | GEO

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...