Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði
Fréttir 12. mars 2020

Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landform á Selfossi hefur skilað af sér skýrslu til Hveragerðisbæjar, sem inniheldur samantekt á varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að skrásetja og gera úttekt á öllum gróðurhúsum innan bæjarfélagsins.

Eins og kunnugt er byggðist Hveragerði að stórum hluta upp í kringum ylræktar- og garðyrkjustöðvar og eru þær stór hluti af sögu bæjarins og áberandi í svipmóti hans. Þróun undanfarinna ára hefur verið með þeim hætti að rekstur margra stöðvanna hefur verið erfiður og í stað garðyrkjustöðva hefur íbúðarhúsnæði verið byggt á lóðum þeirra. Fagrihvammur er fyrsta ylræktarstöðin í Hveragerði, stofnuð 1929 af Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Ingimari syni hans. Búið er að rífa upprunalegu gróðurhúsin sem voru frá 1929, en elstu uppistandandi hús í Fagrahvammi eru frá 1961. Í dag eru 18 starfandi garðyrkjustöðvar í Hveragerði en álíka margar hafa lagt upp laupana á undanförnum árum.

Skylt efni: Hveragerði | gróðurhús

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...