Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi í dag.
Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi í dag.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. september 2016

Búvörusamningar samþykktir á Alþingi

Höfundur: smh

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um búvörusaminga eftir 3. umræðu um málið sem fór fram í dag.

Alþingi samþykkti samningana með breytingartillögu 1647 frá meirihluta atvinnuveganefndar með 19 atkvæðum gegn sjö. 

Í grundvallaratriðum felast breytingarnar, frá samningi ríkis og bænda 19. febrúar síðastliðinn, í því að einungis fyrstu þrjú ár samningsins er staðfest, en svo er lagt upp með að framtíðarsýn til tíu ára sé mótuð. Samráðsvettvangur verður myndaður milli stjórnvalda, bænda, neytenda, afurðastöðva, launþega og atvinnulífs um mótun landbúnaðarstefnunnar. 

Í samþykktum samningum er fyrirhuguðum breytingum á verðlagningu á mjólk frestað og verðlagsnefnd starfar því áfram með sama hætti og verið hefur. Ekki verður hróflað við greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu að sinni. Þá er Mjólkursamsölunni gert skylt að selja öðrum vinnsluaðilum allt að 20 prósent af innlagðri mjólk hverju sinni á heildsöluverði. 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...