Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu
Fréttir 2. febrúar 2016

50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt frétt ATP hafa að minnsta kosti 50 manns látist í Rússlandi í þessum mánuði vegna svínaflensu sem breiðist hratt út í landinu. Sýkingin stafar af vírus sem kallast H1N1.

Heilbrigðisyfirvöld í Rostov segja að átta manns hafi látist af völdum svínaflensunnar þar á síðustu dögum og 11 hafa látist í nágrenni við Volgograd. Flensan hefur einnig tekið sinn toll í norðurhluta Kákasus þar sem vitað er um dauða fjögurra fullorðinna og eins barns að hennar völdum og tveir liggja illa haldnir á spítala af hennar völdum austur við Úralfjöll. Auk þess sem fregnir berast af sýkingum á Krímskaga og við Svartahaf og víðar í landinu.

Svínaflensufaraldurinn er ekki bundinn við Rússland því átján dauðsföll af hans völdum eru skráð í fyrrum Sovétríkinu Armeníu það sem af er þessu ári. Tilkynnt hefur verið um þrjú dauðsföll í Georgíu, 112 í Íran og þar í landi hafa yfir þúsund manns leitað á sjúkrahús vegna hugsanlegrar sýkingar frá því í nóvember á síðasta ári.

Talið er að H1N1 vírusinn hafi valdið dauða tæplega tuttugu þúsund manna í 214 löndum á síðustu fimm árum en fyrstu alvarlegu tilfelli hans komu upp í Mexíkó og Bandaríkjunum sumarið 2009 samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...