Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar.
Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Fréttaskýring 23. september 2022

Landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands

Höfundur: Valur Klemensson

Í síðustu skilum Umhverfisstofnunar á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands árið 2020, eða 618 þúsund tonn CO2 ígilda. Losunin hefur dregist saman um 7% milli áranna 1990 og 2020.

Valur Klemensson

Til að einfalda alla útreikninga og umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda er notast við mælikvarða sem kallaður er kolefnisspor, sem gefið er upp í tonnum eða kílóum koltvísýringsígilda, skammstafað tonn CO2 ígildi eða kg CO2 ígildi. Er þá búið að umreikna allar gróðurhúsalofttegundir sem losna vegna athafna mannsins yfir í koltvísýringsígildi.

Metan og glaðloft

Gróðurhúsalofttegundirnar frá landbúnaði eru aðallega metan (CH4) vegna iðragerjunar og glaðloft (N2O) vegna nytjajarðvegs. Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar, og 40% frá nytjajarðvegi.

Losunin hefur haldist nokkuð stöðug og verið á bilinu 600 þúsund til 700 þúsund tonn CO2 ígilda undanfarna áratugi. Helstu breytingar frá 2005 hafa verið vegna aukinnar losunar frá búfé, aðallega vegna aukins fjölda nautgripa 2013 og frá nytjajarðvegi, vegna breytinga á áburðarnotkun sem og breytinga á fjölda búfjár á beit.

Skógrækt á lögbýlum/bændaskógrækt

Fjöldi samninga um skógrækt á lögbýlum er 669 talsins. Samtals ná samningarnir yfir 53.930 hektara. Í ár voru áætlaðar rúmlega 3 milljónir plantna í skógrækt á lögbýlum en gera má ráð fyrir einhverjum afföllum og þar með er rauntalan eitthvað undir 3 milljónum. Árið 2021 var gróðursett í skógrækt á lögbýlum rúmlega 2,4 milljónir plantna árin 2020 og 2019 voru þær rétt rúmlega 2 milljónir og árið 2018, rétt um 1,9 milljónir.

Um 40% af losun frá íslenskum landbúnaði kemur frá nytjajarðvegi.

Samkvæmt útreikningum sem unnir voru árið 2015 var hlutur bændaskógræktar frá og með 1990 um 38% af allri bindingu ræktaðra skóga á Íslandi. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall hafi hækkað eitthvað síðan þá. Í síðustu skilum á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var binding ræktaðra skóga metin 381 þúsund tonn CO2. Miðað við að hlutfall bændaskóga í heildarbindingu skóga á Íslandi sé 38% er bindingin a.m.k. 145 þúsund tonn CO2 miðað við árið 2020.

Miðað við þessar forsendur má áætla að nettó losun CO2 ígilda frá landbúnaði sé um 473 þúsund tonn CO2 ígilda miðað við árið 2020.

Heimild: Skógræktin, Umhverfisstofnun

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...

Ágreiningur um áhrif veiða
Fréttaskýring 11. nóvember 2023

Ágreiningur um áhrif veiða

Samkeppni um rými og auðlindir geta valdið misklíð milli manna og dýra. Í tilfel...