Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar.
Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Fréttaskýring 23. september 2022

Landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands

Höfundur: Valur Klemensson

Í síðustu skilum Umhverfisstofnunar á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var landbúnaður uppspretta 14% af losun Íslands árið 2020, eða 618 þúsund tonn CO2 ígilda. Losunin hefur dregist saman um 7% milli áranna 1990 og 2020.

Valur Klemensson

Til að einfalda alla útreikninga og umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda er notast við mælikvarða sem kallaður er kolefnisspor, sem gefið er upp í tonnum eða kílóum koltvísýringsígilda, skammstafað tonn CO2 ígildi eða kg CO2 ígildi. Er þá búið að umreikna allar gróðurhúsalofttegundir sem losna vegna athafna mannsins yfir í koltvísýringsígildi.

Metan og glaðloft

Gróðurhúsalofttegundirnar frá landbúnaði eru aðallega metan (CH4) vegna iðragerjunar og glaðloft (N2O) vegna nytjajarðvegs. Meginþorri losunar frá landbúnaði, eða um 59%, árið 2020 kemur frá búfé, iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar, og 40% frá nytjajarðvegi.

Losunin hefur haldist nokkuð stöðug og verið á bilinu 600 þúsund til 700 þúsund tonn CO2 ígilda undanfarna áratugi. Helstu breytingar frá 2005 hafa verið vegna aukinnar losunar frá búfé, aðallega vegna aukins fjölda nautgripa 2013 og frá nytjajarðvegi, vegna breytinga á áburðarnotkun sem og breytinga á fjölda búfjár á beit.

Skógrækt á lögbýlum/bændaskógrækt

Fjöldi samninga um skógrækt á lögbýlum er 669 talsins. Samtals ná samningarnir yfir 53.930 hektara. Í ár voru áætlaðar rúmlega 3 milljónir plantna í skógrækt á lögbýlum en gera má ráð fyrir einhverjum afföllum og þar með er rauntalan eitthvað undir 3 milljónum. Árið 2021 var gróðursett í skógrækt á lögbýlum rúmlega 2,4 milljónir plantna árin 2020 og 2019 voru þær rétt rúmlega 2 milljónir og árið 2018, rétt um 1,9 milljónir.

Um 40% af losun frá íslenskum landbúnaði kemur frá nytjajarðvegi.

Samkvæmt útreikningum sem unnir voru árið 2015 var hlutur bændaskógræktar frá og með 1990 um 38% af allri bindingu ræktaðra skóga á Íslandi. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall hafi hækkað eitthvað síðan þá. Í síðustu skilum á bókhaldi gróðurhúsalofttegunda til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var binding ræktaðra skóga metin 381 þúsund tonn CO2. Miðað við að hlutfall bændaskóga í heildarbindingu skóga á Íslandi sé 38% er bindingin a.m.k. 145 þúsund tonn CO2 miðað við árið 2020.

Miðað við þessar forsendur má áætla að nettó losun CO2 ígilda frá landbúnaði sé um 473 þúsund tonn CO2 ígilda miðað við árið 2020.

Heimild: Skógræktin, Umhverfisstofnun

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku
Fréttaskýring 29. desember 2022

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku

Í júní 2015 greindi Sveinn A. Sæland, fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubæn...

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?
Fréttaskýring 28. desember 2022

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?

Dýravelferðarmál hafa verið ofarlega á baugi þjóðfélagsumræðunnar á undanförnum ...

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu
Fréttaskýring 9. desember 2022

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) undirbúa nú að stilla upp sinni starfsemi ...

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun
Fréttaskýring 7. desember 2022

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun

Í ágúst á þessu ári gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun se...

Seiglan er ótrúleg
Fréttaskýring 5. desember 2022

Seiglan er ótrúleg

Á Matvælaþingi fjallaði hin úkraínska Olga Trofimtseva um framtíðarþróun matvæla...

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands
Fréttaskýring 25. nóvember 2022

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands

Í lok síðasta árs var í Bændablaðinu greint frá áformum um upp­ byggingu á Orkug...