Framtíðarsundgarpar
Fréttir 9. júlí 2024

Framtíðarsundgarpar

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Á Húsavík hefur frá árinu 1992 verið haldið sundnámskeið fyrir fjögurra til sex ára gömul börn og þá er líf í tuskunum í sundlauginni.

Að sögn Árnýjar Björnsdóttur, íþróttakennara og stjórnanda Leikskólasundsins, er þetta árviss og vel metinn viðburður á Húsavík. „Það eru um 70 börn sem mæta þetta sumarið, sex hópar og hver er í 30 mínútur í einu,“ segir hún og bætir við að börnin séu af mörgum þjóðernum en öll öðlist þau meira sjálfstraust í vatninu og mjög tilbúin í alvörusund eftir námskeiðið.

„Foreldrarnir eru stundum í vandræðum með að koma kútum á þau eftir námskeiðið, þau eru orðin svo frökk og dugleg og vilja bara synda eins og hinir.“

Í námskeiðinu felst að kenna þeim að nota klefana, skápana og sturtuna og að leika sér í vatninu, reyna að losna við vatnshræðslu ef hún er til staðar og þá er kominn grundvöllur fyrir alvöru sundkennslu. „Við erum ekki bara að leika okkur, við kennum tæknina og undirstöðuna,“ segir Árný enn fremur.

Um er að ræða átta skipti og venjulega er byrjað á miðvikudegi og endað á föstudegi en vegna stórhríðar og norðanáhlaups þetta árið þurfti að fresta fyrsta tímanum, hefjast handa á fimmtudegi og nýta laugardaginn í staðinn.

„Við erum tvær sem sjáum um þetta, ég og Valdís Jósefsdóttir, en með okkur eru alltaf einn til þrír unglingar úr unglingavinnu Norðurþings, litlu skinnin ná ekki alltaf niður og það þarf að vera til taks fyrir þau.“

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...