Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jarðvegsvinna fyrir Norðurljósarannsóknamiðstöð Aurora Observatory (AO), sem rísa mun á Kárhóli í Reykjadal, er hafin.
Jarðvegsvinna fyrir Norðurljósarannsóknamiðstöð Aurora Observatory (AO), sem rísa mun á Kárhóli í Reykjadal, er hafin.
Fréttir 18. júní 2015

Framkvæmdir hafnar við Kárhól í Reykjadal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Jarðvegsvinna fyrir Norðurljósa­rannsóknamiðstöð Aurora Observatory (AO), sem rísa mun á Kárhóli í Reykjadal, er hafin.
 
Reinhard Reynisson, fram­kvæmda­stjóri  Atvinnuþróunar­félags Þingeyinga, segir við vefinn 641.is að verið sé að vinna við að taka grunninn fyrir rannsóknastöðina en í framhaldinu á að leggja nýjan veg að byggingarstaðnum. Bygging hússins hefur ekki verið boðin út, en gert ráð fyrir að það verði gert síðar í þessum mánuði. Byggingaframkvæmdir hefjist svo fyrri hluta júlímánaðar.
 
Tekur formlega til starfa næsta haust
 
Heildarkostnaður er áætlaður um 300 milljónir króna. Stefnt er að því að loka húsinu fyrir veturinn þannig að koma megi fyrir rannsóknartækjum á efstu hæð þess. Gert er ráð fyrir að rannsóknastöðin taki svo formlega til starfa næsta haust. Eftir stendur þá að klára þann hluta hússins sem hýsa mun gestastofuna, en ekki er ljóst hvenær hún klárast þar sem fjármögnun liggur ekki fyrir.
 
Rannsóknamiðstöðin er byggð á samstarfsverkefni íslenskra og kínverskra vísindastofnana, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar verður miðstöð fyrir vísindamenn ásamt gestastofu. Þær íslensku stofnanir sem koma að vísindastarfinu eru Rannís, Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Arctic Portal.
 
Ísland besti staðurinn 
 
Ísland er einn besti staðurinn á norðurhveli jarðar til að rannsaka norðurljós en Frakkar, Bretar og Japanir eru meðal þjóða sem stundað hafa rannsóknir hér á landi áratugum saman.Starfsemi rannsóknamiðstöðvar á Kárhóli mun styrkja þær norðurslóðarannsóknir sem þegar eru stundaðar hér á landi og bæta við þær á sumum sviðum. Rannsóknastarfsemi hófst haustið 2013.
 
Norðurljósarannsóknastöðin Aurora Observatory (AO) er sjálfseignarstofnun með staðfestri skipulagsskrá lögum samkvæmt. Stofnaðilar eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs., Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf., sem er eignarhaldsfélag sveitarfélagsins, Kjarni ehf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Þingeyjarsveitar, Sparisjóðs Suður-Þingeyinga og nokkurra einstaklinga í héraði og Arctic Portal ehf., en fyrirtækið hefur virka aðkomu að margvíslegum rannsóknar- og upplýsingaverkefnum á sviði norðurslóðamála. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...