Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár
Fréttir 30. desember 2014

Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu sem er að líða hefur verið í gangi vinna við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til stofnana Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Jón Baldur Lorange hefur verið verkefnisstjóri í þessari vinnu. 

Ráðuneytið ákvað síðan á haustdögum að fresta flutningnum um eitt ár og var undirritaður samningur við ráðuneytið og Matvælastofnun 22. desember síðastliðinn um hvernig staðið verður að þessum málum á árinu 2015. 

Samkvæmt þessu samkomulagi verður sjálfstæð rekstrareining sett á laggirnar innan Bændasamtakanna frá og með 1. janúar 2015. Mun hún aðeins sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að flytjist frá Bændasamtökunum. Á komandi ári munu Bændasamtökin því áfram sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem stendur til að færa til Matvælastofnunar. 

Ráðherra skipar verkefnisstjórn sem í eiga sæti fulltrúi ráðuneytisins, Matvælastofnunar og BÍ.  Verkefnisstjórnin mun halda utan um vinnu við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar. Vilji ráðuneytisins er þó skýr um að stjórnsýsluverkefnin færist til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. janúar 2016.

Skylt efni: Stjórnsýsla

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f