Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár
Fréttir 30. desember 2014

Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu sem er að líða hefur verið í gangi vinna við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til stofnana Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Jón Baldur Lorange hefur verið verkefnisstjóri í þessari vinnu. 

Ráðuneytið ákvað síðan á haustdögum að fresta flutningnum um eitt ár og var undirritaður samningur við ráðuneytið og Matvælastofnun 22. desember síðastliðinn um hvernig staðið verður að þessum málum á árinu 2015. 

Samkvæmt þessu samkomulagi verður sjálfstæð rekstrareining sett á laggirnar innan Bændasamtakanna frá og með 1. janúar 2015. Mun hún aðeins sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að flytjist frá Bændasamtökunum. Á komandi ári munu Bændasamtökin því áfram sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem stendur til að færa til Matvælastofnunar. 

Ráðherra skipar verkefnisstjórn sem í eiga sæti fulltrúi ráðuneytisins, Matvælastofnunar og BÍ.  Verkefnisstjórnin mun halda utan um vinnu við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar. Vilji ráðuneytisins er þó skýr um að stjórnsýsluverkefnin færist til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. janúar 2016.

Skylt efni: Stjórnsýsla

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...