Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár
Fréttir 30. desember 2014

Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu sem er að líða hefur verið í gangi vinna við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til stofnana Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Jón Baldur Lorange hefur verið verkefnisstjóri í þessari vinnu. 

Ráðuneytið ákvað síðan á haustdögum að fresta flutningnum um eitt ár og var undirritaður samningur við ráðuneytið og Matvælastofnun 22. desember síðastliðinn um hvernig staðið verður að þessum málum á árinu 2015. 

Samkvæmt þessu samkomulagi verður sjálfstæð rekstrareining sett á laggirnar innan Bændasamtakanna frá og með 1. janúar 2015. Mun hún aðeins sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að flytjist frá Bændasamtökunum. Á komandi ári munu Bændasamtökin því áfram sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem stendur til að færa til Matvælastofnunar. 

Ráðherra skipar verkefnisstjórn sem í eiga sæti fulltrúi ráðuneytisins, Matvælastofnunar og BÍ.  Verkefnisstjórnin mun halda utan um vinnu við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar. Vilji ráðuneytisins er þó skýr um að stjórnsýsluverkefnin færist til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. janúar 2016.

Skylt efni: Stjórnsýsla

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...