Fjölmenni á ráðstefnu Matvælalandsins Íslands um útflutning og verðmætasköpun
Ráðstefna Matvælalandsins Íslands um útflutning og verðmætasköpun fór fram á Hótel Sögu í gær fimmtudag. Fjölmenni kom og hlýddi á áhugaverð erindi og gæddi sér á ljúffengum veitingum meistarakokka Grillsins.
Að samstarfinu um Matvælalandið Íslands standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í þessum samtökum.
Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að leggja á næstu fimm árum 80 milljón krónur árlega til verkefnisins , en því er ætlað að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
Upptökur frá ráðstefnunni verða aðgengilegar á allra næstu dögum á bondi.is en einnig verður ráðstefnunni gerð góð skil í næsta Bændablaði sem kemur út 28. maí næstkomandi.