Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjölmenni á ráðstefnu Matvælalandsins Íslands um útflutning og verðmætasköpun
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2015

Fjölmenni á ráðstefnu Matvælalandsins Íslands um útflutning og verðmætasköpun

Höfundur: smh

Ráðstefna Matvælalandsins Íslands um útflutning og verðmætasköpun fór fram á Hótel Sögu í gær fimmtudag. Fjölmenni kom og hlýddi á áhugaverð erindi og gæddi sér á ljúffengum veitingum meistarakokka Grillsins.

Að samstarfinu um Matvælalandið Íslands standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar,  Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í þessum samtökum.

Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að leggja á næstu fimm árum 80 milljón krónur árlega til verkefnisins , en því er ætlað að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar.

Upptökur frá ráðstefnunni verða aðgengilegar á allra næstu dögum á bondi.is en einnig verður ráðstefnunni gerð góð skil í næsta Bændablaði sem kemur út 28. maí næstkomandi.

6 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...