Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings.  Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings. Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Fréttir 3. júní 2016

Fjárfestingafélag atvinnulífsins endurfjármagnar Jötunn vélar

Jötunn vélar hf. hafa samið við Fjárfestingafélag atvinnulífsins um 330 milljóna króna endurfjármögnun langtímaskulda félagsins. 
 
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu  segir að með samkomulaginu sé fjármögnun Jötuns véla tryggð næsta áratuginn. 
 
Fjárfestingafélag atvinnulífsins er fjármagnað af lífeyrissjóðum, í rekstrarumsjón ALM verðbréfa.
„Fjármögnunarsamningurinn jafngildir traustsyfirlýsingu við fyrirtækið og starfsemi þess sem við erum að sjálfsögðu afar ánægð með. Við höldum ótrauð áfram við að byggja upp og efla fyrirtækið,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns véla.
 
Jötunn vélar sérhæfa sig í að selja vélar og búnað tengdan landbúnaði og verktökum. Fyrirtækið var stofnað árið 2004, með höfuðstöðvar á Selfossi auk verslana á Akureyri og Egilsstöðum. Stærstu eigendur Jötuns véla eru Finnbogi Magnússon, Vélaverkstæði Þóris ehf. og Sel ehf., Hofstaðaseli. Áætluð velta félagsins í ár er um 3 milljarðar króna, starfsmenn eru um 40. Fjárfestingafélag atvinnulífsins var stofnað 2015 af ALM Verðbréfum í samstarfi við lífeyrissjóði. Félagið fjárfestir í fyrirtækjaskuldabréfum, sem uppfylla kröfur um lágmarks lánshæfiseinkunn skv. lánshæfismati ALM.  Fyrirtækjaráðgjöf ALM Verðbréfa var umsjónaraðili fjármögnunar.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...