Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ísbrjóturinn hentar vel framan á dráttarvélar.
Ísbrjóturinn hentar vel framan á dráttarvélar.
Fréttir 3. apríl 2014

Finnskur ísbrjótur gæti gagnast á Íslandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Þetta er einstakt tæki og engu öðru líkt, ég myndi segja að það væri himnasending fyrir bændur sem og alla þá sem þurfa að kljást við klaka. Það er engin afsökun lengur að ekki sé hægt að eiga við hann,“ segir Björn Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Frístundahúsum í Borgarbyggð sem hefur umboð fyrir finnsku tækin Raiko. Meðal tækja sem eru í boði er svonefndur ísbrjótur, en hann er sérstaklega hannaður til að brjóta ís af t.d. túnum, golfvöllum, gangstígum, þjóðvegum eða yfirleitt hvarvetna þar sem ís og klaki gera mönnum lífið leitt.

Björn segir að ísbrjóturinn henti vel framan á dráttarvélar, einnig ýmsar stærri vélar og trukka, það fari allt saman eftir stærð og gerð ísbrjótsins.

„Það hefur verið þó nokkuð umræða undanfarnar vikur um að klaki liggi yfir túnum og bændur óttist kal á komandi vori, þeir bíði með þá von í brjósti að málið leysist, hlýindi muni bræða klaka af túnum áður en í óefni er komið,“ segir Björn. Með því að rúlla ísbrjót um tún er hægt með fremur lítill fyrirhöfn að brjóta upp klakann áður en náttúran hefst handa við það verkefni. Björn nefnir einnig að tækið tæti ekki upp tún.

Gaddarúllur brjóta upp ísinn

Björn segir að ísbrjóturinn sé mjög skilvirkt tæki, sem m.a. felst í sveigjanlegum og frjálsum snúningi gaddarúllukerfis. Gaddarúllurnar brjóta upp hörð og samþjöppuð ísalög hvort heldur sem er á túnum eða vegum. Þannig bæta þeir veggrip og öryggi vegfarenda án þess að valda skemmdum á veginum að sögn Björns. Ísbrjótur með snjóplógi getur einnig losað um þéttan og harðan ís í einni ferð og þannig komið í veg fyrir umferðarteppu á meðan unnið er við hreinsun vega. Yfir sumarið má svo nýta tækið til viðhalds á malarvegum og við lagfæringar á vegum sem farið hafa illa vegna frostskemmda.

Björn nefnir að hönnun tækisins sé með þeim hætti að hann er öruggur og nánast hljóðlaus og m.a. hafi hann hlotið verðlaun og viðurkenningar, m.a. frá Winter Road Congress í Finnlandi.

Lítill rekstrarkostnaður

„Ísbrjótinn er hægt að festa framan á dráttarvélar af öllum stærðum og gerðum, vörubíla og hjólaskóflur. Rekstrarkostnaðurinn er lítill þegar miðað er við önnur úrræði sem gripið er til þegar kemur að hálkuvörnum,“ segir Björn, en reynsla af notkun ísbrjótsins er góð, bæði í heimalandinu Finnlandi sem og víða annars staðar þar sem tækið er notað, m.a. í Evrópu, Alaska og á kom tækið sér vel í vonskuveðrum sem gengu yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í vetur. 

4 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...