Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband
Mynd / Beit
Fréttir 29. ágúst 2017

Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í nýjasta þætti Spjallað við bændur liggur leiðin austur í Skaftafellssýslu. Árið 1990 byrjuðu Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson með ferðaþjónustu á Smyrlabjörgum í Hornafirði. Þau hafa stækkað jafnt og þétt og reka nú stórt sveitahótel auk þess að stunda sauðfjárbúskap. Á bænum eru nokkrir nautgripir og endur að auki. „Þetta er eins og hjónaband, þetta verður bara að ganga!“ segir Laufey aðspurð um það hvernig gangi að reka ferðaþjónustu og hefðbundinn búskap samhliða. Þau hafa lagt mikinn metnað í að kaupa matvæli af heimaslóð og bjóða upp á lambakjöt sem þau framleiða sjálf.

Sigurbjörn segist ekki viss hvernig sauðfjárræktin eigi eftir að þróast á búinu hjá þeim hjónum. „Ég ætla að fækka verulega núna í haust, bara hafa svona vel fyrir hótelið. Þetta er náttúrlega orðið svo lítill hluti af rekstrinum hérna og betra að það njóti þess einhverjir aðrir sem eru að byggja á þessari grein,“ segir Sigurbjörn. Hann segist oft hafa verið spurður hvers vegna þau séu að vera með sauðfjárbúskap samhliða ferðaþjónustunni. „Ég hef alltaf svarað því til að það væri svo leiðinlegt að vera með ferðaþjónustuna á eyðibýli! Maður myndi ekki nenna að vera að slá öll tún og þá færi allt í órækt.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f