Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband
Mynd / Beit
Fréttir 29. ágúst 2017

Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í nýjasta þætti Spjallað við bændur liggur leiðin austur í Skaftafellssýslu. Árið 1990 byrjuðu Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson með ferðaþjónustu á Smyrlabjörgum í Hornafirði. Þau hafa stækkað jafnt og þétt og reka nú stórt sveitahótel auk þess að stunda sauðfjárbúskap. Á bænum eru nokkrir nautgripir og endur að auki. „Þetta er eins og hjónaband, þetta verður bara að ganga!“ segir Laufey aðspurð um það hvernig gangi að reka ferðaþjónustu og hefðbundinn búskap samhliða. Þau hafa lagt mikinn metnað í að kaupa matvæli af heimaslóð og bjóða upp á lambakjöt sem þau framleiða sjálf.

Sigurbjörn segist ekki viss hvernig sauðfjárræktin eigi eftir að þróast á búinu hjá þeim hjónum. „Ég ætla að fækka verulega núna í haust, bara hafa svona vel fyrir hótelið. Þetta er náttúrlega orðið svo lítill hluti af rekstrinum hérna og betra að það njóti þess einhverjir aðrir sem eru að byggja á þessari grein,“ segir Sigurbjörn. Hann segist oft hafa verið spurður hvers vegna þau séu að vera með sauðfjárbúskap samhliða ferðaþjónustunni. „Ég hef alltaf svarað því til að það væri svo leiðinlegt að vera með ferðaþjónustuna á eyðibýli! Maður myndi ekki nenna að vera að slá öll tún og þá færi allt í órækt.“

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...