Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband
Mynd / Beit
Fréttir 29. ágúst 2017

Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í nýjasta þætti Spjallað við bændur liggur leiðin austur í Skaftafellssýslu. Árið 1990 byrjuðu Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson með ferðaþjónustu á Smyrlabjörgum í Hornafirði. Þau hafa stækkað jafnt og þétt og reka nú stórt sveitahótel auk þess að stunda sauðfjárbúskap. Á bænum eru nokkrir nautgripir og endur að auki. „Þetta er eins og hjónaband, þetta verður bara að ganga!“ segir Laufey aðspurð um það hvernig gangi að reka ferðaþjónustu og hefðbundinn búskap samhliða. Þau hafa lagt mikinn metnað í að kaupa matvæli af heimaslóð og bjóða upp á lambakjöt sem þau framleiða sjálf.

Sigurbjörn segist ekki viss hvernig sauðfjárræktin eigi eftir að þróast á búinu hjá þeim hjónum. „Ég ætla að fækka verulega núna í haust, bara hafa svona vel fyrir hótelið. Þetta er náttúrlega orðið svo lítill hluti af rekstrinum hérna og betra að það njóti þess einhverjir aðrir sem eru að byggja á þessari grein,“ segir Sigurbjörn. Hann segist oft hafa verið spurður hvers vegna þau séu að vera með sauðfjárbúskap samhliða ferðaþjónustunni. „Ég hef alltaf svarað því til að það væri svo leiðinlegt að vera með ferðaþjónustuna á eyðibýli! Maður myndi ekki nenna að vera að slá öll tún og þá færi allt í órækt.“

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...