Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband
Mynd / Beit
Fréttir 29. ágúst 2017

Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í nýjasta þætti Spjallað við bændur liggur leiðin austur í Skaftafellssýslu. Árið 1990 byrjuðu Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson með ferðaþjónustu á Smyrlabjörgum í Hornafirði. Þau hafa stækkað jafnt og þétt og reka nú stórt sveitahótel auk þess að stunda sauðfjárbúskap. Á bænum eru nokkrir nautgripir og endur að auki. „Þetta er eins og hjónaband, þetta verður bara að ganga!“ segir Laufey aðspurð um það hvernig gangi að reka ferðaþjónustu og hefðbundinn búskap samhliða. Þau hafa lagt mikinn metnað í að kaupa matvæli af heimaslóð og bjóða upp á lambakjöt sem þau framleiða sjálf.

Sigurbjörn segist ekki viss hvernig sauðfjárræktin eigi eftir að þróast á búinu hjá þeim hjónum. „Ég ætla að fækka verulega núna í haust, bara hafa svona vel fyrir hótelið. Þetta er náttúrlega orðið svo lítill hluti af rekstrinum hérna og betra að það njóti þess einhverjir aðrir sem eru að byggja á þessari grein,“ segir Sigurbjörn. Hann segist oft hafa verið spurður hvers vegna þau séu að vera með sauðfjárbúskap samhliða ferðaþjónustunni. „Ég hef alltaf svarað því til að það væri svo leiðinlegt að vera með ferðaþjónustuna á eyðibýli! Maður myndi ekki nenna að vera að slá öll tún og þá færi allt í órækt.“

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...