Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Fréttir 20. apríl 2016

Félagsmenn Framsýnar hafa sparað sér um 50 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Veruleg aukning hefur orðið á flugi til Húsavíkur milli ára. Í febrúarmánuði 2015 fóru 674 farþegar um Húsavíkurflugvöll á móti 1.518 farþegum í febrúar 2016. Um er að ræða aukningu upp á 125%. 
 
Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur 15. apríl 2012. Á árunum 2013 og 2014 fóru um 9.800 farþegar um völlinn á ársgrundvelli. Á árinu 2015 fjölgaði farþegum upp í tæplega 12.000 farþega. Frá þessu segir á vef Framsýnar-stéttarfélags.
 
Framsýn gerði fyrst stéttarfélaga samning við flugfélagið um sérkjör fyrir félagsmenn, í nóvember árið 2013 og hafa félagsmenn frá þeim tíma flogið um 7.500 ferðir sem sparað hefur þeim um 50 milljónir frá miðlungsfargjaldi. Um leið hefur sætanýting í flugvélum Ernis orðið mun betri, enda jafngildir þessi fjöldi flugmiða tæplega 400 bókuðum flugferðum miðað við stærð vélanna. Flogið er flesta daga og allt upp í þrjár ferðir á dag.
 
Framkvæmdir á svæðinu sem tengjast uppbyggingu á Bakka auk sívaxandi ferðaþjónustu mun styrkja flugumferð um Húsavíkurflugvöll enn frekar. Fyrir liggur að á árinu 2016 verður slegið met í farþegafjölda um Húsavíkurflugvöll frá þeim tíma sem Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur. 
Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...