Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heyrúlluplastið er þvegið og þurrkað hjá Pure North Recycle í Hveragerði og sent í 800 kg böggum til Bretlands þar sem það er notað sem hráefni í framleiðslu á plastvörum
Heyrúlluplastið er þvegið og þurrkað hjá Pure North Recycle í Hveragerði og sent í 800 kg böggum til Bretlands þar sem það er notað sem hráefni í framleiðslu á plastvörum
Fréttir 9. júlí 2017

Endurvinna heyrúlluplast með jarðvarma

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Árlega fellur til um 2.500 tonn af heyrúlluplasti hér á landi. Þetta plast hefur hingað til verið urðað eða sent óunnið úr landi, að sögn Sigurðar Halldórssonar,  framkvæmdastjóra Pure North Recycling, sem sérhæfir sig í hreinsun og þurrkun á notuðu heyrúlluplasti sem síðan er nýtt í framleiðslu á endurunnum plastvörum. Hann vill fá bændur í lið með sér við að umgangast heyrúlluplast sem hráefni.
 
Fyrirtækið Pure North Recycling var stofnað árið 2015 en starfsstöð þess er í Hveragerði, og ekki að ástæðulausu. „Við leiðum jarðgufu inn í húsið og nýtum það á tvenns konar hátt. Annars vegar til að þurrka efnið og hins vegar við hreinsun á efninu. Við notum engin kemísk efni og skiljum eftir okkur lítil sem engin kolefnisspor sem gerir okkur einstök í samanburði við sambærilegar vinnslur erlendis,“ segir Sigurður.
 
Vinnsluferlið felur í sér að hreinsa og þurrka og tæta niður notað heyrúlluplast, pressa það í bagga sem flutt er úr landi, mest til Bretlands þar sem það fer í áframframleiðslu. Gæði þess plasts sem kemur úr vinnslunni er slík að nú hefur fyrirtæki í Bretlandi hafið framleiðslu á plastpokum sem eru 100% úr endurunnu plasti frá fyrirtækinu.
 
Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri segir æskilegt að litaflokka heyrúllu­plastið og halda því hreinu svo hægt sé að endurvinna það.
 
 
Skagfirðingar til fyrirmyndar
 
Heyrúlluplast kemur til vinnslu til þeirra frá öllum landshlutum gegnum stóru söfnunaraðila sorps. Sigurður segir bændur umgangast heyrúlluplast á æði ólíkan hátt. „Þetta kemur í mjög misjöfnu ásigkomulagi til okkar. Umgengnin virðist einnig landsvæðaskipt. Þannig fáum við alltaf mjög hreint og velumgengið plast frá Skagafirði. Annars staðar frá fylgir því oft mikið af böndum og jafnvel heimilissorp,“ segir hann og hvetur bændur til að umgangast heyrúlluplast sem vöru enda skiptir það miklu máli upp á áframhaldandi vinnslu á plastinu. 
 
Safna plasti í fiskikör
 
„Margir bændur hafa notað gömul fiskikör. Þeir leggja bönd í botninn og safna svo plastinu í körin. Þeir setja gjarnan farg ofan á það til að halda því saman og koma í veg fyrir að sandur og annað slíkt blandist með. Svo er bundið um það þegar karið fyllist. Þetta er ákjósanleg lausn, bæði ódýr og hagkvæm. Ekki væri verra ef plastið væri litaflokkað því hér þurfum við að skila því þannig af okkur,“ segir Sigurður.
 
Verðmætasköpun og náttúruvernd
 
Í fyrra, á fyrsta starfsári vinnslunnar, fóru um 300 tonn af fullunnu plasti frá fyrirtækinu. Afkastageta vinnslunnar er nú upp undir tonn á klukkutíma og gæti því annað öllu því umbúðaplasti sem til fellur á landinu og rúmlega það.
 
Sigurður segir að stefnt sé að því að fyrirtækið endurvinni 3000–5000 tonn af plasti á ári, þar á meðal umbúðaplast, en fyrst um sinn mun það einblína á heyrúlluplast.
 
„Með því að endurvinna það heyrúlluplast sem til fellur hér á landi er komið í veg fyrir augljósa mengun og að plastinu sé fargað með urðun, brennslu eða öðrum minna vistvænum aðferðum. Krafa um endurvinnslu er að aukast á heimsvísu en  Ísland er í dag eftirbátur flestra Evrópulanda þegar kemur að endurvinnslu og endurnýtingu og því liggja mörg tækifæri hjá þeim sem taka forystu í þeim efnum,“ segir Sigurður.
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...