Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 4. nóvember 2015

Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnar rúmlega aldargamall­ar hengibjarkar sem stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri voru festir saman með vír til að hrindra að tréð klofni. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn á­hyggjur af því að tréð gæti klofn­að og drepist. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
Í Skandinavíu eru fullvaxta tré af þessari tegund gjarnan 15–25 metra há en tréð við Gömlu-Gróðrarstöðina er örugglega komið yfir 15 metra hæð. Aðstæður eru samt nokkuð erfiðar til að mæla hæð trésins nákvæmlega.
 
Á síðustu misserum hefur mynd­ast sprunga í stofninn neðan við skipt­inguna sem smám saman hefur gleikk­að og því höfðu menn áhyggjur af því að dagar trésins gætu senn verið tald­ir, yrði ekkert að gert. Annar eða báð­ir stofnarnir hefðu getað brotnað í stór­viðri, stofninn klofnað og tréð drepist.
 
Stendur vonandi lengi enn
 
Hallgrímur Indriðason, skipulags­fulltrúi Skógræktar ríkisins, gekk til verks til að bjarga trénu ásamt Brynjari Skúlasyni, skógfræðingi hjá Rannsókn­astöð skógræktar, Mógilsá. Fengnir voru myndarlegir 10 mm snittteinar og tilheyrandi lykkjur og festingar ásamt vír til að strengja milli stofna trésins. Borað var í báða stofnana, teinunum stungið í gegn og vírinn festur á milli. Loks var hert upp á teinunum og stofnarnir togaðir örlítið saman. Nú er vonandi að hengibjörkin falleg­a fái að standa lengi enn. Þetta er án efa bæði elsta og stærsta hengi­björk á Íslandi og stór tré af þessari tegund eru sjaldgæf hérlendis. Frá þessu er sagt á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is. 

5 myndir:

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f