Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 4. nóvember 2015

Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnar rúmlega aldargamall­ar hengibjarkar sem stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri voru festir saman með vír til að hrindra að tréð klofni. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn á­hyggjur af því að tréð gæti klofn­að og drepist. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
Í Skandinavíu eru fullvaxta tré af þessari tegund gjarnan 15–25 metra há en tréð við Gömlu-Gróðrarstöðina er örugglega komið yfir 15 metra hæð. Aðstæður eru samt nokkuð erfiðar til að mæla hæð trésins nákvæmlega.
 
Á síðustu misserum hefur mynd­ast sprunga í stofninn neðan við skipt­inguna sem smám saman hefur gleikk­að og því höfðu menn áhyggjur af því að dagar trésins gætu senn verið tald­ir, yrði ekkert að gert. Annar eða báð­ir stofnarnir hefðu getað brotnað í stór­viðri, stofninn klofnað og tréð drepist.
 
Stendur vonandi lengi enn
 
Hallgrímur Indriðason, skipulags­fulltrúi Skógræktar ríkisins, gekk til verks til að bjarga trénu ásamt Brynjari Skúlasyni, skógfræðingi hjá Rannsókn­astöð skógræktar, Mógilsá. Fengnir voru myndarlegir 10 mm snittteinar og tilheyrandi lykkjur og festingar ásamt vír til að strengja milli stofna trésins. Borað var í báða stofnana, teinunum stungið í gegn og vírinn festur á milli. Loks var hert upp á teinunum og stofnarnir togaðir örlítið saman. Nú er vonandi að hengibjörkin falleg­a fái að standa lengi enn. Þetta er án efa bæði elsta og stærsta hengi­björk á Íslandi og stór tré af þessari tegund eru sjaldgæf hérlendis. Frá þessu er sagt á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is. 

5 myndir:

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...