Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á Uxahryggjarleið.
Á Uxahryggjarleið.
Fréttir 26. júlí 2017

Ekki skylt að greiða fjallskilagjald

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr í þessum mánuði féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands sem kveður á um að eigandi fjárlausrar jarðar án upprekstrarréttar þurfi ekki að greiða fjallskilagjöld.

Í niðurstöðu dómsins segir að í málinu hafi sveitarfélagið Borgarbyggð krafist þess að eiganda jarðarinnar Sólheimatungu í Borgarbyggð verði gert að greiða fjallskilagjald vegna jarðarinnar fyrir árin 2012 til 2014.

Samkvæmt niðurstöðu Héraðs­dóms Vesturlands er óumdeilt að stefndi stundar ekki fjárbúskap á jörðinni Sólheimatungu og telst því ekki fjallskilaskyldur aðili.

Nytjaréttur bundinn við jörðina

Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sagði í samtali við Bændablaðið vegna niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands að hann líti svo á að málið snúist um hvaða kostnaður falli til undir útjöfnun fjallskilakostnaði.

„Samkvæmt lögum skal jafna niður kostnaði við smölun og hreinsun afrétta á eigendur jarða sem hafa upprekstrarrétt á viðkomandi afrétti. Að annar kostnaður, umfram leitarkostnað, sé tekinn þar inn hefur að mér sýnist haft afgerandi áhrif á niðurstöðu dómsins. Það er að segja að kostnaður vegna viðhalds afréttargirðinga og rétta sem dómurinn tekur afstöðu til sé ekki kostnaður vegna smölunar og hreinsunar afrétta. Um það geta menn svo deilt hvort hægt sé að hafa afrétt ógirtan og hvort hægt sé að hreinsa afrétti löglega samkvæmt lögum og hafa skilaréttir án rétta. Hvað sé í raun kostnaður sem fellur til vegna þessa málefnis og hvað ekki.

Annað sem verður að hafa í huga er að nytjaréttur er bundinn við jörðina en ekki einstaklinginn sem er handhafi jarðar á tilteknum tíma. Hafa þarf í huga að réttur handhafa jarða að nýta afrétt er fyrir hendi og er bæði hlunnindi og skyldur. Þessi hlunnindi og skyldur geta nýst misjafnlega milli þeirra einstaklinga sem eiga viðkomandi jörð á hverjum tíma.

Ég get ekki séð í dómnum að efast sé um skyldur landeigenda að greiða fjallskil, ef heimild er í fjallskilasamþykkt að leggja á landverð, þó svo að viðkomandi hafi ekki fjallskilaskyldan búpening. Það er alveg ljóst að landi getur fylgt bæði hlunnindi sem beitarnot og veiðiréttur, en að sama skapi fylgja skyldur, svo sem að greiða fjallskil. Það hafa líka landeigendur í þessu landi gert í gegnum aldirnar og ég sem einn af ábúendum á jörðum þessa lands er afar stoltur að greiða fjallskil, enda myndi ég ekki vilja fyrir nokkurn mun missa þau hlunnindi, þó svo að ég nýti þau ekki í dag. Þau eiga, jafnt sem annað, að ganga til komandi kynslóða,“ segir Valtýr.

Forsendur fjallskilagjalds

Í niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða segir að fjallskilagjald sé lagt á samkvæmt heimild í 42. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil og fleira og fjallskilasamþykktar fyrir Mýrasýslu og fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp.

Hvert sveitarfélag er fjall­skila­umdæmi, sem skiptist í fjallskiladeildir, en umdæmið getur þó náð til fleiri sveitarfélaga, ef það þykir hentugra, meðal annars vegna skipulags leita.

Samkvæmt lögum skal fjall­skilum í afréttum og öðrum sumarbeitarhögum jafnað niður á fjallskilaskylda aðila í hlutfalli við tölu fjallskilaskylds búpenings. Þó er heimilað að leggja hluta fjallskilakostnaðar á landverð jarða að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda, enda séu um það ákvæði í fjallskilasamþykkt.

Í fjallskilasamþykkt fyrir Mýra­sýslu kemur fram að fjallskilaskyldur aðili sé hver sá sem eigi sauðfé, hvort sem það sé rekið í afrétt eða eigi og er hreppsnefnd heimilað, hafi afréttarskyldum búpeningi fækkað mjög, að jafna allt að helmingi fjallskilakostnaðar niður á landverð bújarða, eins þó í eyði séu, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda eftir gildandi fasteignamati.

Af því leiðir að fjallskilakostnaður verður ekki lagður á eiganda jarðarinnar Sólheimatungu í Borgarbyggð.

Jöfnum fjallskila

Eftir niðurstöðu þess efnis að eiganda jarðarinnar Sólheimatungu í Borgarbyggð beri ekki að greiða stóð eftir að leysa úr því, sem kröfugerð stefnanda virðist byggjast á, hvort álagning umræddra gjalda hafi eigi að síður verið heimiluð.

Í dómnum segir að með hliðsjón af því orðalagi 1. málsliðar 42. gr. að fjallskilum í afréttum og öðrum sumarbeitarhögum skuli jafnað niður á fjallskylda aðila verður að líta svo á að lagagreinin heimili aðeins að jafna niður vinnu og kostnaði, sem falli til vegna fjallskila í afréttum og öðrum sumarbeitarhögum sem eigendum er ekki gert skylt að smala á grundvelli þess að um heimaland sé að ræða.

Ákvæði greinarinnar, þar á meðal 2. málsliðar, heimila því ekki að inni í slíka niðurjöfnun sé tekinn kostnaður vegna annarra þátta, svo sem vegna viðhalds á afréttargirðingum og réttum. Af þessu leiðir að heildargjaldtaka má ekki vera umfram þann kostnað sem fallið hefur til við þau fjallskil sem gjaldtakan á að mæta.
    

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...