Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að jafnvægisverð á mjólkurkvóta fer lækkandi.

Viðskipti nýjasta tilboðsmarkaðar náðu til 888.000 lítra að andvirði tæplega 250 milljóna króna og voru kaupendur þrjátíu talsins. Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru fjórtán talsins og seldu 72% af sínu framboðna magni.

Jafnvægisverðið hefur ekki verið lægra síðan á fyrsta tilboðsmarkaði, eftir að viðskipti með greiðslumark voru leyfð að nýju, í apríl árið 2020. Þá var jafnvægisverð 185 kr/ltr sem var jafnframt það hámarksverð sem ráðherra ákvað að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga. Á næsta tilboðsmarkaði þar á eftir, í september 2020, var hámarksverð 294 kr. fyrir hvern lítra mjólkur sem reyndist jafnframt jafnvægisverðið.

Þróun jafnvægisverðs á greiðslumark mjólkur frá árinu 2011. Enginn markaður fór fram á árunum 2017-2019.
Minna selst

Í reynd reyndist jafnvægisverðið alltaf taka mið af hámarksverði allt þar til í september í fyrra. Þá var jafnvægisverðið 350 kr/ ltr en hámarksverð 379 kr/ltr. Jafnvægisverðið hefur svo farið niður á síðustu tveimur mörkuðum og bilið gleikkað milli þess og hámarksverðs.

Einnig var það fyrst í fyrra sem eftirspurn eftir kaupum á mjólkurkvóta var minna en framboð. Áður hafði allur kvóti sem til sölu var skipt um eigendur, en í apríl í fyrra gerðist það í fyrsta sinn að einungis 66% af framboðnum kvóta seldist. Í september 2023 náðu viðskiptin aðeins um 16% þess greiðslumarks sem í boði var og á síðustu tveimur mörkuðum hefur eingöngu um þriðjungur framboðs selst.

Jafnvægisverð fylgdi hámarksverði allt þangað til í september 2023.

Nýtt innheimtufyrirkomulag breytir ekki jafnvægisverði

Nýtt fyrirkomulag um innheimtu vegna viðskipta á kvótamarkaðinum tók gildi um áramótin. Hefur sú breyting í för með sér að fyrirvari er á öllum viðskiptum þangað til greiðslufrestur rennur út, sem er í tilfelli síðasta kvótamarkaðar 22. apríl. Kaup falla því niður séu þau ekki greidd innan 20 daga og falli kaup niður lækkar salan um sama magn. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu hefur það engin áhrif á jafnvægisverð þótt viðskipti falli niður. „Niðurstöður markaðarins standa óbreyttar að öðru leyti en því að magn viðskipta lækkar,“ segir í svari frá ráðuneytinu.

Árið 2024 verður heildargreiðslumarkið 151,5 milljón lítrar. Framleiðendur hafa yfir að ráða ákveðið magn greiðslumarks og geta selt mjólk á innanlandsmarkaði samkvæmt því.

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til mjólkurframleiðenda. Tilboðsmarkaðir fara fram þrisvar á ári, í apríl, september og nóvember.

Kauptilboðum hefur fækkað verulega frá árinu 2020 á meðan sölutilboðum fjölgar og hafa þau aldrei verið fleiri en á síðasta tilboðsmarkaði.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...