Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2017

Byggt yfir starfsmenn Hótels Flateyjar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hafin er bygging húsnæðis fyrir starfsmenn í Hótel Flatey sem rekið er í samkomuhúsinu sem áður hýsti pakkhús og loftskeytastöð. 
 
Helgi Haraldsson var ásamt Halli syni sínum og tveim aðstoðarmönnum við að steypa grunn fyrir starfsmannabygginguna þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Húsið er talsvert frá meginþorpinu í Flatey en skammt frá bryggjunni. 
 
Helgi býr í Stykkishólmi en á húsið Grænagarð í Flatey ásamt konu sinni, Höllu Dís Hallfreðsdóttur. Segist Helgi dvelja mikið í Flatey. 
 
Í síðustu viku var búið að klára grunninn og segir Helgi að hafist verði handa við að reisa húsið sjálft í haust. Það verður byggt úr timbri eins og flest önnur hús í eyjunni. 
 
Hann sagði að heldur hafi dregið úr komu fólks til Flateyjar í sumar miðað við árið í fyrra. Mikið væri eigi að síður bókað á hótelinu. Þar var fólk mjög ánægt yfir aðsókninni þegar blaðamaður leit þar inn. Þar er einnig boðið upp á fjölbreyttar veitingar í samkomuhúsinu fyrir fólk sem leið á um eyjuna.  
 
Hótel Flatey (rauða húsið) og samkomuhúsið, eða pakkhúsið, í Flatey. Lengst til vinstri er Eyjólfshús sem líka hefur haft nöfnin Oddahús, Tangahús og Pálshús.

4 myndir:

Skylt efni: Flatey | Hótel Flatey

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...