Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2017

Byggt yfir starfsmenn Hótels Flateyjar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hafin er bygging húsnæðis fyrir starfsmenn í Hótel Flatey sem rekið er í samkomuhúsinu sem áður hýsti pakkhús og loftskeytastöð. 
 
Helgi Haraldsson var ásamt Halli syni sínum og tveim aðstoðarmönnum við að steypa grunn fyrir starfsmannabygginguna þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Húsið er talsvert frá meginþorpinu í Flatey en skammt frá bryggjunni. 
 
Helgi býr í Stykkishólmi en á húsið Grænagarð í Flatey ásamt konu sinni, Höllu Dís Hallfreðsdóttur. Segist Helgi dvelja mikið í Flatey. 
 
Í síðustu viku var búið að klára grunninn og segir Helgi að hafist verði handa við að reisa húsið sjálft í haust. Það verður byggt úr timbri eins og flest önnur hús í eyjunni. 
 
Hann sagði að heldur hafi dregið úr komu fólks til Flateyjar í sumar miðað við árið í fyrra. Mikið væri eigi að síður bókað á hótelinu. Þar var fólk mjög ánægt yfir aðsókninni þegar blaðamaður leit þar inn. Þar er einnig boðið upp á fjölbreyttar veitingar í samkomuhúsinu fyrir fólk sem leið á um eyjuna.  
 
Hótel Flatey (rauða húsið) og samkomuhúsið, eða pakkhúsið, í Flatey. Lengst til vinstri er Eyjólfshús sem líka hefur haft nöfnin Oddahús, Tangahús og Pálshús.

4 myndir:

Skylt efni: Flatey | Hótel Flatey

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...