Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2017

Byggt yfir starfsmenn Hótels Flateyjar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hafin er bygging húsnæðis fyrir starfsmenn í Hótel Flatey sem rekið er í samkomuhúsinu sem áður hýsti pakkhús og loftskeytastöð. 
 
Helgi Haraldsson var ásamt Halli syni sínum og tveim aðstoðarmönnum við að steypa grunn fyrir starfsmannabygginguna þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Húsið er talsvert frá meginþorpinu í Flatey en skammt frá bryggjunni. 
 
Helgi býr í Stykkishólmi en á húsið Grænagarð í Flatey ásamt konu sinni, Höllu Dís Hallfreðsdóttur. Segist Helgi dvelja mikið í Flatey. 
 
Í síðustu viku var búið að klára grunninn og segir Helgi að hafist verði handa við að reisa húsið sjálft í haust. Það verður byggt úr timbri eins og flest önnur hús í eyjunni. 
 
Hann sagði að heldur hafi dregið úr komu fólks til Flateyjar í sumar miðað við árið í fyrra. Mikið væri eigi að síður bókað á hótelinu. Þar var fólk mjög ánægt yfir aðsókninni þegar blaðamaður leit þar inn. Þar er einnig boðið upp á fjölbreyttar veitingar í samkomuhúsinu fyrir fólk sem leið á um eyjuna.  
 
Hótel Flatey (rauða húsið) og samkomuhúsið, eða pakkhúsið, í Flatey. Lengst til vinstri er Eyjólfshús sem líka hefur haft nöfnin Oddahús, Tangahús og Pálshús.

4 myndir:

Skylt efni: Flatey | Hótel Flatey

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...