Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Kaffipása í steypuvinnu við grunn á starfsmannahúsi Hótels Flateyjar. Talið frá vinstri; Helgi Björgvin Haraldsson, Haraldur Björgvin Helgason, Hallfreður Lárus Helgason og Andri Hjörvar Hofstadter.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2017

Byggt yfir starfsmenn Hótels Flateyjar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hafin er bygging húsnæðis fyrir starfsmenn í Hótel Flatey sem rekið er í samkomuhúsinu sem áður hýsti pakkhús og loftskeytastöð. 
 
Helgi Haraldsson var ásamt Halli syni sínum og tveim aðstoðarmönnum við að steypa grunn fyrir starfsmannabygginguna þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Húsið er talsvert frá meginþorpinu í Flatey en skammt frá bryggjunni. 
 
Helgi býr í Stykkishólmi en á húsið Grænagarð í Flatey ásamt konu sinni, Höllu Dís Hallfreðsdóttur. Segist Helgi dvelja mikið í Flatey. 
 
Í síðustu viku var búið að klára grunninn og segir Helgi að hafist verði handa við að reisa húsið sjálft í haust. Það verður byggt úr timbri eins og flest önnur hús í eyjunni. 
 
Hann sagði að heldur hafi dregið úr komu fólks til Flateyjar í sumar miðað við árið í fyrra. Mikið væri eigi að síður bókað á hótelinu. Þar var fólk mjög ánægt yfir aðsókninni þegar blaðamaður leit þar inn. Þar er einnig boðið upp á fjölbreyttar veitingar í samkomuhúsinu fyrir fólk sem leið á um eyjuna.  
 
Hótel Flatey (rauða húsið) og samkomuhúsið, eða pakkhúsið, í Flatey. Lengst til vinstri er Eyjólfshús sem líka hefur haft nöfnin Oddahús, Tangahús og Pálshús.

4 myndir:

Skylt efni: Flatey | Hótel Flatey

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...