Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Byggja upp stórframleiðslu á alifuglum og eggjum
Fréttir 10. apríl 2015

Byggja upp stórframleiðslu á alifuglum og eggjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á AgroFarm, ráðstefnu sem haldin var í Moskvu í Rússlandi nú í febrúar, kom fram að Rússar ætla sér að verða sjálfum sér nægir í framleiðslu á alifuglakjöti og eggjum.

Greinilegt er að fæðuöryggi skiptir Rússa nú gríðarlegu máli með hliðsjón af viðskiptahindrunum sem settar hafa verið upp á viðskipti við Evrópuþjóðir í kjölfar stríðsátakanna í Úkraínu. Stóráform um kjötframleiðslu kunna þó að reynast erfið í framkvæmd í ljósi verðfalls rúblunnar og verðsveiflan á markaði. Fall rúblunnar gerir það einnig að verkum að búnaður sem kaupa þarf frá útlöndum er orðinn óheyrilega dýr.

Miklar fjárfestingar

Verið er að fjárfesta sem svarar um 400 milljónum dollara í risastóru kjúklingabúi, sláturhúsi og vinnslu í Volograd Oblast í suðurhluta Rússlands. Vinnslan verður öll í lokuðu ferli og á framleiðslan að komast í fullan gang 2017. Á kjúklingabúinu verður einnig eggjaframleiðsla og framleiðsla á dýrafóðri.

Ráðgert er að þessi framleiðslu­kjarni geti afkastað um 100 þúsund tonnum af kjúklingakjöti á ári og um 60 milljón eggjum eða um 250 þúsund tonnum. Á með þessum framkvæmdum að vera hægt að fullnægja kjötmarkaðnum á svæðinu en Krímskagi er nú orðinn hluti af því markaðssvæði.

Þá á, samhliða kjúklinga- og eggjaframleiðslunni, að rækta kalkúna á svæðinu. Búið er að gera samninga við fyrirtækið LCC Agroindustrial Company Volga sem áætlar að fjárfesta í kalkúnaræktinni upp á sem svarar um 40 milljónum dollara. Það snýst um framleiðslu á um 10 þúsund tonnum af kalkúnakjöti á ári. Stefnt er að því að hefja starfsemi á þessu ári.

Auk þessa hafa verið uppi áætlanir um að stórauka svínarækt. Hins vegar hafa verið uppi efasemdir um að slíkt muni standa undir sér og hefur eitt stærsta landúnaðarfjárfestingafélag Rússlands, Agro-Beogorie, sett aukningu í svínaræktinni í bið. Ástæðan er sögð fall rúblunnar og þar af leiðandi stórhækkað verð á aðkeyptum búnaði frá útlöndum.

Skylt efni: Fæðuörrygi | Rússland

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...