Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2017

Burkni og Bekri verðlaunahrútar sæðingastöðvanna 2017

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í tengslum við aðalfund LS fór fram verðlaunaveiting sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföður stöðvanna framleiðsluárið 2015 til 2016 og mesta kynbótahrútinn árið 2017.

Hrúturinn Burkni 13-951 frá Mýrum 2 í Hrútafirði hlaut viðurkenninguna sem besti lamba­faðirinn. Í umsögn vegna viðurkenningarinnar segir m.a. að Burkni hafi fyrst vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi niðurstöður í stórri afkvæmarannsókn. Gæði hans voru síðan enn betur staðfest í afkvæmarannsókn á vegum sauðfjársæðingastöðvanna fyrir úrvalshrúta úr Miðfjarðarhólfi, sem fram fór að Þóroddsstöðum í Hrútafirði.

Í umsögn um Bekra 12-91 segir m.a.: Bekri var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum að aflokinni afkvæmarannsókn á Hesti haustið 2013.

Hann skipaði sér strax í hóp með betri lambafeðrum stöðvanna og síðan hefur reynsla af dætrum verið mjög jákvæð og ýtt frekar undir vinsældir hans. Eftir fyrstu þrjá vetur á stöð höfðu 2.546 ær verið sæddar við honum samkvæmt skráningum í Fjárvís.is. Haustið 2016 var hann síðan einn af mest notuðu hrútum stöðvanna og útsendir skammtar rétt um 2.000.

Einkennandi fyrir afkvæmin er góður þroski og mikil holdfylling. Afkvæmin eru yfirleitt jafnvaxin og heilsteyptir einstaklingar, mörg hver glæsigripir sem bjóða af sér góðan þokka. Dæturnar, sem þegar telja á sjötta hundrað á skýrslum, eru bæði frjósamar og mjólkurlagnar. 

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...