Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2017

Burkni og Bekri verðlaunahrútar sæðingastöðvanna 2017

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í tengslum við aðalfund LS fór fram verðlaunaveiting sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföður stöðvanna framleiðsluárið 2015 til 2016 og mesta kynbótahrútinn árið 2017.

Hrúturinn Burkni 13-951 frá Mýrum 2 í Hrútafirði hlaut viðurkenninguna sem besti lamba­faðirinn. Í umsögn vegna viðurkenningarinnar segir m.a. að Burkni hafi fyrst vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi niðurstöður í stórri afkvæmarannsókn. Gæði hans voru síðan enn betur staðfest í afkvæmarannsókn á vegum sauðfjársæðingastöðvanna fyrir úrvalshrúta úr Miðfjarðarhólfi, sem fram fór að Þóroddsstöðum í Hrútafirði.

Í umsögn um Bekra 12-91 segir m.a.: Bekri var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum að aflokinni afkvæmarannsókn á Hesti haustið 2013.

Hann skipaði sér strax í hóp með betri lambafeðrum stöðvanna og síðan hefur reynsla af dætrum verið mjög jákvæð og ýtt frekar undir vinsældir hans. Eftir fyrstu þrjá vetur á stöð höfðu 2.546 ær verið sæddar við honum samkvæmt skráningum í Fjárvís.is. Haustið 2016 var hann síðan einn af mest notuðu hrútum stöðvanna og útsendir skammtar rétt um 2.000.

Einkennandi fyrir afkvæmin er góður þroski og mikil holdfylling. Afkvæmin eru yfirleitt jafnvaxin og heilsteyptir einstaklingar, mörg hver glæsigripir sem bjóða af sér góðan þokka. Dæturnar, sem þegar telja á sjötta hundrað á skýrslum, eru bæði frjósamar og mjólkurlagnar. 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...