Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Eyjólfur Kristinn Örnólfsson tók við verðlaununum fyrir hönd fjárræktarbúsins á Hesti. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, bændur á Mýrum 2 í Hrútafirði, hlutu verðlaun fyrir besta lambaföðurinn. Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2017

Burkni og Bekri verðlaunahrútar sæðingastöðvanna 2017

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í tengslum við aðalfund LS fór fram verðlaunaveiting sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföður stöðvanna framleiðsluárið 2015 til 2016 og mesta kynbótahrútinn árið 2017.

Hrúturinn Burkni 13-951 frá Mýrum 2 í Hrútafirði hlaut viðurkenninguna sem besti lamba­faðirinn. Í umsögn vegna viðurkenningarinnar segir m.a. að Burkni hafi fyrst vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi niðurstöður í stórri afkvæmarannsókn. Gæði hans voru síðan enn betur staðfest í afkvæmarannsókn á vegum sauðfjársæðingastöðvanna fyrir úrvalshrúta úr Miðfjarðarhólfi, sem fram fór að Þóroddsstöðum í Hrútafirði.

Í umsögn um Bekra 12-91 segir m.a.: Bekri var valinn til notkunar á sæðingastöðvunum að aflokinni afkvæmarannsókn á Hesti haustið 2013.

Hann skipaði sér strax í hóp með betri lambafeðrum stöðvanna og síðan hefur reynsla af dætrum verið mjög jákvæð og ýtt frekar undir vinsældir hans. Eftir fyrstu þrjá vetur á stöð höfðu 2.546 ær verið sæddar við honum samkvæmt skráningum í Fjárvís.is. Haustið 2016 var hann síðan einn af mest notuðu hrútum stöðvanna og útsendir skammtar rétt um 2.000.

Einkennandi fyrir afkvæmin er góður þroski og mikil holdfylling. Afkvæmin eru yfirleitt jafnvaxin og heilsteyptir einstaklingar, mörg hver glæsigripir sem bjóða af sér góðan þokka. Dæturnar, sem þegar telja á sjötta hundrað á skýrslum, eru bæði frjósamar og mjólkurlagnar. 

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...