Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Búðarhálssstöð kostaði íslenska ríkið um 30 milljarða króna. Þegar mest var unnu um 300 manns við byggingu virkjunarinnar en í sumar munu vinna þar um 50 manns við ýmsan frágang.
Búðarhálssstöð kostaði íslenska ríkið um 30 milljarða króna. Þegar mest var unnu um 300 manns við byggingu virkjunarinnar en í sumar munu vinna þar um 50 manns við ýmsan frágang.
Fréttir 20. mars 2014

Búðarhálsstöð gangsett

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Búðarhálsstöð í Skeiða og Gnúpverjahreppi er nýjasta raforkuver Íslendinga. Það kom í hlut þeirra Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra að gangsetja stöðina föstudaginn 7. mars. Stöðin er sjöunda stærsta aflstöð Landsvirkjunar en öflug engu að síður og kostar um 30 milljarða króna.


Uppsett afl hennar er 95 MW og hún framleiðir um 585 GWst af rafmagni á ári inn á orkukerfi landsmanna. Með Búðarhálsstöð er virkjað áður ónýtt 40 metra fall vatns frá Hrauneyjafossi að Sultartangalóni. Með henni er nánast allt fall vatnsins sem rennur úr Hofsjökli og Vatnajökli um Þjórsá, Tungnaá og Köldukvísl virkjað frá Þórisvatni niður fyrir Búrfell. Fallið er 450 metrar.


Lón Búðarhálsstöðvar heitir Sporðöldulón og er myndað með tveimur stíflum. Önnur þverar farveg Köldukvíslar og hin frávatn Hrauneyjafossstöðvar. Frá Sporðöldulóni liggja 4 kílómetra löng jarðgöng sem leiða vatnið undir Búðarháls að inntaki stöðvarinnar. Í Búðarhálsstöð eru notaðir tveir Kaplan-hverflar, sem henta vel þegar framleiða á rafmagn við fremur litla fallhæð en mikið vatnsstreymi.

Virkjun í sátt

Landsvirkjun hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. „Markmið okkar er að vera leiðandi í sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Samfélagsleg ábyrgð Landsvirkjunar er að skapa arð, fara vel með auðlindir og umhverfi og stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Búðarhálsvirkjun ber þessu mikilvæga hlutverki fyrirtækisins gott vitni“, sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. 

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...