Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Fréttir 2. maí 2017

Bolti besta nautið fætt 2009

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bolti 09021 frá Birtingarholti í Hrunamannahreppi hlaut nafnbótina: „Besta naut fætt árið 2009“ en um það var tilkynnt á aðalfundi Landssambands kúabænda á Akureyri nýlega. 
 
Ræktendur Bolta eru þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir og Sigurður Ágústsson. Faðir Bolta er Spotti 01028 frá Brúnastöðum í Flóa og móðir hans er Skinna 192, móðurfaðir er Snotri 01027 frá Selalæk á Rangárvöllum. 
 
Í umsögn um dætur Bolta segir að þær séu afburðakýr og hlutföll verðefna í mjólk í meðallagi, þær eru sérlega stórar og háfættar með mikla boldýpt og útlögur en yfirlínan fremur veik, malir sérlega breiðar, hallandi og flatar. Fótstaða þeirra er ákaflega sterk og góð, júgurgerð þeirra úrvalsgóð, vel löguð og sérlega vel borin með mikla festu og sterkt júgurband. Spenagerð er góð, þeir eru hæfilega stuttir og grannir og vel settir. Dætur Bolta eru góðar í mjöltum og skapið í meðallagi. 

Skylt efni: besta nautið

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...