Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Bolti 09021 frá Birtingarholti IV þykir afbragð íslenskra nauta.
Fréttir 2. maí 2017

Bolti besta nautið fætt 2009

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bolti 09021 frá Birtingarholti í Hrunamannahreppi hlaut nafnbótina: „Besta naut fætt árið 2009“ en um það var tilkynnt á aðalfundi Landssambands kúabænda á Akureyri nýlega. 
 
Ræktendur Bolta eru þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir og Sigurður Ágústsson. Faðir Bolta er Spotti 01028 frá Brúnastöðum í Flóa og móðir hans er Skinna 192, móðurfaðir er Snotri 01027 frá Selalæk á Rangárvöllum. 
 
Í umsögn um dætur Bolta segir að þær séu afburðakýr og hlutföll verðefna í mjólk í meðallagi, þær eru sérlega stórar og háfættar með mikla boldýpt og útlögur en yfirlínan fremur veik, malir sérlega breiðar, hallandi og flatar. Fótstaða þeirra er ákaflega sterk og góð, júgurgerð þeirra úrvalsgóð, vel löguð og sérlega vel borin með mikla festu og sterkt júgurband. Spenagerð er góð, þeir eru hæfilega stuttir og grannir og vel settir. Dætur Bolta eru góðar í mjöltum og skapið í meðallagi. 

Skylt efni: besta nautið

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f