Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS
Fréttir 16. apríl 2014

Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var 3.-4. apríl síðastliðna var Böðvar Baldursson í Ysta-Hvammi í Aðaldal kjörinn nýr í stjórn samtakanna fyrir Norðausturhólf. Fimm manns sitja í stjórn samtakanna, formaður sem kosinn er beinni kosningu og fjórir stjórnarmenn. Þeir eru kosnir hver innan síns landshluta en landinu er skipt í fjögur hólf, Vesturhólf, Norðvesturhólf, Norðausturhólf og Suðurhólf. Ganga stjórnarmenn úr stjórn til skiptis en kjörtímabilið er tvö ár.
 
Helgi Haukur Hauksson, sem kosinn var í stjórn innan Norðausturhólfs á aðalfundi 2013, lét af störfum í stjórn snemma á þessu ári. Ólafur Þorsteinn Gunnarsson tók þá sæti hans og gegndi stjórnarstörfum fram að aðalfundi. Böðvar og Sigurður Þór Guðmundsson kepptu um stjórnarsætið í kosningu á fundinum og hafði Böðvar sigur eins og áður sagði.
 
Oddný Steina Valsdóttir var jafnframt endurkjörin í stjórn fyrir Suðurhólf, en enginn bauð sig fram gegn henni. Þegar þannig háttar til eru allir félagsmenn á viðkomandi svæði í kjöri. Hlaut Oddný Steina mjög afgerandi kosningu. Stjórn samtakanna skipa því, auk þeirra Oddnýjar Steinu og Böðvars, þau Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka formaður, Atli Már Traustasona á Syðri-Hofdölum og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku.
 
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson á Giljum var endurkjörinn fyrsti varamaður í stjórn, Birgir Arason í Gullbrekku annar varamaður og Sigvaldi H. Ragnarsson á Hákonarstöðum var kjörinn þriðji varamaður.
Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...