Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS
Fréttir 16. apríl 2014

Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var 3.-4. apríl síðastliðna var Böðvar Baldursson í Ysta-Hvammi í Aðaldal kjörinn nýr í stjórn samtakanna fyrir Norðausturhólf. Fimm manns sitja í stjórn samtakanna, formaður sem kosinn er beinni kosningu og fjórir stjórnarmenn. Þeir eru kosnir hver innan síns landshluta en landinu er skipt í fjögur hólf, Vesturhólf, Norðvesturhólf, Norðausturhólf og Suðurhólf. Ganga stjórnarmenn úr stjórn til skiptis en kjörtímabilið er tvö ár.
 
Helgi Haukur Hauksson, sem kosinn var í stjórn innan Norðausturhólfs á aðalfundi 2013, lét af störfum í stjórn snemma á þessu ári. Ólafur Þorsteinn Gunnarsson tók þá sæti hans og gegndi stjórnarstörfum fram að aðalfundi. Böðvar og Sigurður Þór Guðmundsson kepptu um stjórnarsætið í kosningu á fundinum og hafði Böðvar sigur eins og áður sagði.
 
Oddný Steina Valsdóttir var jafnframt endurkjörin í stjórn fyrir Suðurhólf, en enginn bauð sig fram gegn henni. Þegar þannig háttar til eru allir félagsmenn á viðkomandi svæði í kjöri. Hlaut Oddný Steina mjög afgerandi kosningu. Stjórn samtakanna skipa því, auk þeirra Oddnýjar Steinu og Böðvars, þau Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka formaður, Atli Már Traustasona á Syðri-Hofdölum og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku.
 
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson á Giljum var endurkjörinn fyrsti varamaður í stjórn, Birgir Arason í Gullbrekku annar varamaður og Sigvaldi H. Ragnarsson á Hákonarstöðum var kjörinn þriðji varamaður.
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...