Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Björn Þorsteinsson hættir sem rektor LbhÍ
Mynd / LbhÍ
Fréttir 25. janúar 2017

Björn Þorsteinsson hættir sem rektor LbhÍ

Höfundur: Vilmundur Hansen
Björn Þorsteinsson hefur sagt stöðu sinni lausri sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Í samtali við Bændablaðið sagði Björn að ástæður þess að hann kýs að láta af störfum áður en skipunartími hans sé allur séu persónulegar. Starf rektors Landbúnaðarháskólans verður auglýst laust til umsóknar fljótlega og mun Björn láta af störfum um leið og nýr rektor tekur við.
 
Hagur LbhÍ vænkast
 
Björn segir að fjárhagur Land­búnaðarháskólans hafi tekið miklum stakkaskiptum frá árinu 2014. Skuldastaða skólans hefur batnað en 85% af skuldum LbhÍ við ríkissjóð voru afskrifaðar um síðustu áramót. Gert er ráð fyrir að 70 milljónir króna fari í uppbyggingu Garðyrkjuskólans að Reykjum á þessu ári.
 
„Þegar ég tók við skólanum var búinn að vera hallarekstur á skólanum í mörg ár og búið að leggja drög að aðgerðum til að láta enda ná saman. Það féll síðan í minn hlut að hrinda þeim erfiðu aðgerðum í framkvæmd sem fólust meðal annars í því að segja upp starfsmönnum. Við það snerist reksturinn við og skólinn skilaði afgangi og gat greitt upp í skuldir sínar við ríkissjóð.
 
Við lokaafgreiðslu fjárlaga um síðustu áramót voru 85% af skuldum skólans við ríkið afskrifaðar. Í dag hillir því undir að rekstur skólans sé kominn í eðlilegt ástand og að hægt sé að fylla í þau faglegu skörð sem mynduðust við niðurskurðinn,“ segir Björn.
 
Langvarandi viðhaldsleysi á byggingum
 
Við gerð nýs fjárlagafrumvarps var ákveðið að leggja 70 milljónir króna til viðgerða á húsakosti gamla garðyrkjuskólans á Reykjum. Björn rektor segir að meira fjármagn þurfi til að koma húsnæði skólans í viðeigandi horf.
 
 „Viðhaldsleysi skólans hefur verið langvarandi vegna fjármagnsskorts og því nauðsynlegt að kortleggja framkvæmdirnar vel. Fjármagnið dugar til að hefja fyrstu aðgerðir og gera framkvæmdaáætlun um næstu skref. Ekkert hefur enn verið ákveðið með röð framkvæmda og greiningavinna að fara í gang í samstarfi við fasteignaskrifstofu menntamálaráðuneytisins og Ríkiskaupa,“ segir Björn.
 
Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...