Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Katarina Ruppel, stjórnarmaður í Kanínu ehf., Birgit Kositzke, stofnandi og aðaleigandi fyrirtækisins, og Sunna María kynntu framtíðaráform Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum í Hörpunni í mars 2014. Þá gerðu þær ráð fyrir  að koma með kanínukjöt á íslenskan m
Katarina Ruppel, stjórnarmaður í Kanínu ehf., Birgit Kositzke, stofnandi og aðaleigandi fyrirtækisins, og Sunna María kynntu framtíðaráform Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum í Hörpunni í mars 2014. Þá gerðu þær ráð fyrir að koma með kanínukjöt á íslenskan m
Fréttir 3. nóvember 2016

Birgit Kositzke, stofnandi Kanínu ehf., hyggst hætta starfsemi

Birgit Kositzke, frumkvöðull og stofnandi félagsins Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum við Hvammstanga, hyggst á næstu vikum og mánuðum hætta rekstri félagsins.
 
Hún segir að frumkvöðlafyrirtæki af þessu tagi gangi ekki nema til staðar sé öruggt og þolinmótt fé frá bönkum eða fjárfestum. Greinilega hafi fjármálafyrirtækin ekki næga trú á þessari nýjung á sviði landbúnaðar og því sé ekki um annað að ræða en hætta.
 
Dýrt að bíða
 
Birgit segir að án styrkja sem fengust hefði verkefnið aldrei farið af stað. 
 
„Ég er virkilega ánægð með þá styrki sem verkefnið fékk, ég fékk jákvæð viðbrögð og hefði ekki farið í þessa vegferð án þeirra. Fyrirtæki af þessu tagi, þar sem verið er að prófa nýjung á sviði landbúnaðar lifir ekki af án þess að fyrir hendi sé öruggt fjármagn frá fjármálafyrirtækjum. Þau hafa greinilega ekki næga trú á frumkvöðlaverkefni mínu. Það tekur langan tíma að koma nýrri vöru á markað og kynna hana, mun lengri en ég reiknaði með. Það er dýrt að bíða. Því er í raun ekki um annað að ræða fyrir mig en hætta,“ segir Birgit. 
 
Ágætis viðtökur
 
Hún segir að viðtökur á markaði hafi verið með ágætum, einkum hafi gengið vel að kynna kjötið á matarhátíðum í Hörpunni, en félagið tók þátt í nokkrum slíkum. Þá buðu nokkur veitingahús í landinu upp á kanínukjöt. 
 
„Kjötframleiðslan komst aldrei á fullt skrið, verkefnið var enn í uppbyggingu. Ég hef unnið ein að þessu og er mjög bundin yfir því, þannig að ég hafði lítið tækifæri til að sinna markaðsmálum eins og þurft hefði að gera. Það nægir ekki að framleiða vöruna, það þarf líka að selja. Því miður var hvorki tími né peningar til að sinna þessum hluta verkefnisins,“ segir Birgit.
 
Verður vonandi öðrum innblástur
 
Á búinu að Syðri-Kárastöðum eru um þessar mundir um 300 holdakanínur, en Birgit hefur ekki fjölgað á búinu síðastliðna tvo mánuði, þegar ljóst var í hvað stefndi. Nú er fátt annað í stöðunni en búa sig undir slátrun. Hún segir að sig taki mjög sárt að senda ungdýr, sem nýtast vel til undaneldis og í ræktunarhóp, í sláturhús. 
 
„Það verður mjög erfitt fyrir mig að senda þessi dýr í sláturhús, það er ekki auðvelt að fá góð ræktunardýr hér á landi. Mínar ræktunarkanínur hafa gotið nokkrum sinnum með góðum árangri, það tók langan tíma að rækta stofninn upp, þetta eru stórar kanínur, frjósamar og þær mjólka vel auk þess að vera þægilegar í umgengni. Svo var alls ekki í upphafi þegar ég hóf mitt starf.
 
Ef svo fer að enginn finnst sem vill taka við keflinu og prófa sig áfram mun allt mitt ræktunarstarf á liðnum árum fara í súginn. Ég held enn í þá von, nú þegar ljóst er að ég verð að hætta þessu, að þetta verkefni mitt verði einhverjum öðrum innblástur svo við getum haldið áfram að rækta kanínur á Íslandi. Kanínur eru skemmtileg dýr og gæti hentað fyrir aðra og meðfram öðrum störfum,“ segir Birgit. 
 
„Og svo er líka erfitt fyrir mig að senda undaneldisdýr í sláturhús. Það er að segja ræktunarkanínur með reynslu sem eru búnar að gjóta nokkrar sinnum og hafa skilað góðum árangri. 
 
Það tók svo svakalega langan tíma að rækta stofninn upp úr fáum dýrum. Þannig að hann yrði nógu stór til að gefa af sér nógu mörg afkvæmi. Einnig dýr sem eru að mjólka vel og eru þægileg í umgengni. Það var ekki einfalt mál að eiga við.“ 
 
 Leigusamningur hennar vegna útihúsa á Syðri-Kárastöðum rennur út á gamlársdag. Búr og stíur eru fyrir hendi og segir Birgit að hægt sé að nýta þau áfram ef einhver hefur áhuga fyrir að prófa kanínurækt sem tómstundagaman með öðru. Félagið fékk fyrr á árinu lán frá SVANNI til að innrétta útihúsin, þá hafa ýmsir aðilar liðsinnt félaginu m.a. með styrkjum. Birgit kveðst þakklát fyrir þá styrki sem félaginu hafa verið veittir á liðnum árum. 
Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...