Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændur eru þúsundþjalasmiðir
Fréttir 29. ágúst 2016

Bændur eru þúsundþjalasmiðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Íslenskir bændur eru þúsundþjalasmiðir og afar fjölhæfir í vinnu, samkvæmt nýrri úttekt Arion banka. Virðist afkoma bænda knýja þá til að skjóta fleiri stoðum undir rekstur sinna heimila en almennt gerist. Mikill fjöldi býla byggja því á tekjuöflun eftir öðrum leiðum en beinlínis af landbúnaði.

Einhæf þekking dugir því lítt ef menn hyggjast hefja búskap á Íslandi. Bændur þurfa nefnilega að vera sérfræðingar á fjölmörgum sviðum og handlagni getur oft skipt sköpum. Þannig stunda vel flestir bændur aukastörf af ýmsum toga samhliða hefðbundnum búskap. Þar má nefna verktakastarfsemi í landbúnaði og aðra verktakaþjónustu, skógrækt, tekjuskapandi heimilisiðnað, fullvinnslu búvara, timburvinnslu, framleiðslu á endurnýjanlegri orku, fiskeldi  og ferðaþjónustu, sem fer ört vaxandi.

Í fjölbreyttum hlutverkum

Stór hluti bænda  á Íslandi stundar einhvers konar aðra starfsemi en sem snýr beint að ræktun búfjár og nytjaplantna. Á um 7% býla var stunduð ferðaþjónusta árið 2010 og ætla má að það hlutfall hafi hækkað talsvert þar sem fjöldi ferðamanna hefur meira en þrefaldast síðan þá.

Ýmis verktakastarfsemi er einnig algeng og þá voru 1% býla í framleiðslu endurnýjanlegrar orku svo dæmi sé tekið.

Hér virðist ekki vera tekið tillit til ýmissa hlunninda, sem eru mikilvæg tekjulind fyrir marga bændur. Þar vega veiðiréttindi t.d. þungt.

Þegar litið er á hlutfall býla sem hafa tekjur af annarri starfsemi en beinum búrekstri, þá er hlutfallið langhæst á Suðurlandi. Þar eru hátt í 800 býli með tekjuskapandi starfsemi við hlið hefðbundins búrekstrar. Næsthæst er hlutfallið á Norðurlandi vestra, þar sem um 550 býli eru í svipaðri stöðu. Þar á eftir kemur Norðurland eystra með nærri 500 býli og Vesturland er með rúmlega 300 býli í þeirri stöðu. Á Austurlandi eru þau vel á þriðja hundraðið, á Vestfjörðum eru þau um 150 og ríflega 50 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Ferðaþjónustan fer vaxandi

Mikið hefur verið rætt um vaxandi þjónustu við ferðamenn og þá ekki síst mikla uppbyggingu á því sviði í sveitum landsins. Samkvæmt tölum Arion banka voru um 10% býla á Íslandi með tekjuöflun í ferðaþjónustu á árinu 2010. Ætla má að talsverð fjölgun hafi verið í þeim hópi síðan. Samtals voru þá 13% með verktakastarfsemi og þar af 7% með verktakastarfsemi í landbúnaði. Þá voru 3% býla með skógrækt, eins voru 2% býla með tekjuskapandi heimilisiðnað, um 1% voru í framleiðslu á endurnýjanlegri orku, um 1% í timburvinnslu og 1% í fiskeldi. Athygli vekur að aðeins 2% býla skuli hafa snúið sér að fullvinnslu búvara. Miðað við áhuga neytenda fyrir vörum beint frá býli, mætti ætla að þar liggi talsverðir ónýttir möguleikar til að búa til aukatekjur fyrir bændur.

Að mati Arion banka eru ýmsir möguleikar í stöðu landbúnaðarins. Þar er t.d. bent á að hægt er að nýta fimmfalt meira land til ræktunar en gert er í dag.

Bent er á að Íslendingar séu meðal þjóða heims sem eru með hvað fæst fólk á ferkílómetra.

Skylt efni: bændur | störf til sveita

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...