Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur bíða eftir útspili landbúnaðarráðherra
Mynd / Guðfinna Harpa Árnadóttir
Fréttir 30. ágúst 2017

Bændur bíða eftir útspili landbúnaðarráðherra

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Umræðufundur sauðfjárbænda á Austurlandi var haldinn í gær í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal. Það var þröngt setinn bekkurinn en um 150 sauðfjárbændur og gestir þeirra ræddu um þá stöðu sem uppi er í sauðfjárræktinni um þessar mundir. 
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri LS, og Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ, héldu framsögu og fóru yfir þau úrræði sem hafa verið rædd við ríkisvaldið. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdarstjóri Norðlenska, Skúli Þórðarson, framkvæmdarstjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, og Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, fóru yfir mál frá sínum bæjardyrum og svöruðu spurningum sem þeim höfðu verið sendar fyrir fundinn. Fulltrúum frá Kaupfélagi Skagfirðinga var boðið til fundarins en voru fjarverandi. 
 
Að sögn Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, formanns Félags sauðfjárbænda á Héraði og fjörðum, gekk fundurinn vel og var upplýsandi. „Boðaðar afurðaverðslækkanir hafa þau áhrif að úr dreifðum byggðum Austurlands fara yfir 200 milljónir króna og hafa þær bein áhrif á yfir 180 fjölskyldur í fjórðungnum. Afleidd áhrif á aðrar greinar landbúnaðarins og tengd störf eru þar ótalin,“ sagði Guðfinna í Facebookfærslu eftir fundinn og í samtali við Bændablaðið sagði hún hljóðið þungt í fólki.
 
„Fulltrúar bænda fóru vel yfir málin og hvernig viðræður við ríkisvaldið hafa þróast. Það má segja að menn bíði núna eftir útspili ráðherra,“ sagði hún. Líflegar umræður sköpuðust um markaðssetningu afurðanna og þar viðurkenndu menn að mætti alltaf gera betur. Að sögn Guðfinnu kom ekki fram í máli forsvarsmanna sláturhúsanna að verðskrár myndu breytast frá því sem nú er. Samningar við kaupendur færu fram núna í haust og það væri í fyrsta lagi þá að menn sæju hvort hægt væri að greiða bændum hærra verð fyrir afurðirnar.

Fleiri fundir fram undan
Sauðfjárbændur funda víða þessa dagana. Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði boða til fundar í kvöld, miðvikudaginn 30. ágúst, á Bönduósi. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst klukkan 20:00. Þar verða með framsögu Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, Oddný Steina Valsdóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur á rekstrarsviði RML.

Þá hefur stjórn Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu boðað til almenns félagafundar í félagsheimilinu Tunguseli fimmtudaginn 31. ágúst kl. 14:00. 
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, fór yfir tillögur sem ræddar hafa verið við ríkisvaldið. 
 
Fjölmenni var á fundinum á Arnhólsstöðum. Myndir / Guðfinna Harpa Árnadóttir.
 
Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...