Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 5. september 2017

Alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Svalbarðsströnd

Höfundur: Pétur Halldórsson

Hafin er fræðileg alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Hótel Natur Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Þar eru samankomnir margir af helstu vísindamönnum á sviði jólatrjáarannsókna í heiminum og ræða um ræktunaraðferðir, kynbætur, sjúkdóma, meindýr og fleira. Ráðstefnan stendur fram á föstudag.

Ráðstefna þessi er haldin á tveggja ára fresti undir hatti IUFRO, alþjóðasamtaka rannsóknastofnana í skógvísindum. Hún hefur hingað til verið haldin til skiptis í Norður-Ameríku og Evrópu en fer nú fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þátttakendur eru á fjórða tug talsins frá Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki, Suður-Kóreu og Ástralíu. Gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni er Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá.

Dagskrá ráðstefnunnar er kaflaskipt. Fyrsta daginn er fjallað um vaxtar- og ræktunarskilyrði en einnig markaðsmál. Síðdegis verða skógarbændurnir í Reykhúsum í Eyjafirði heimsóttir og farið í Kjarnaskóg og gróðrarstöðina Sólskóga. Á morgun er sjónum beint að heilsu trjátegunda sem notaðar eru í jólatrjáaframleiðslu, m.a. sjúkdóma og meindýr.  Á miðvikudag verður haldið á Hólasand þar sem ráðstefnugestir fá að kynnast uppgræðslu- og skógræktarstarfi á örfoka landi en einnig verður litast um í Mývatnssveit. Á fimmtudag verður hugað að meðferð jólatrjáa eftir að þau eru felld, barrheldni og fleira, og því næst um erfðir og kynbætur jólatrjáa. Skoðunarferð á fimmtudag verður í Vaglaskóg þar sem fjallað verður um kynbætur á fjallaþin til jólatrjáaframleiðslu og ræktun lerkiblendingsins 'Hryms' til skógræktar.

Sem fyrr er getið eru á ráðstefnunni samankomnir margir af helstu vísindamönnum á þessu sviði í heiminum en einnig fulltrúar framleiðenda, t.d. ungur Ástrali sem er að hefja jólatrjáaframleiðslu í Ástralíu og Suður-Kóreumaður sem segir frá því hvernig spurn eftir jólatrjám eykst í heimalandi hans. Þarna er því statt fólk sem getur sagt undan og ofan af straumum og stefnum í jólatrjáarækt vítt og breitt um heiminn.

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...