Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 5. september 2017

Alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Svalbarðsströnd

Höfundur: Pétur Halldórsson

Hafin er fræðileg alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Hótel Natur Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Þar eru samankomnir margir af helstu vísindamönnum á sviði jólatrjáarannsókna í heiminum og ræða um ræktunaraðferðir, kynbætur, sjúkdóma, meindýr og fleira. Ráðstefnan stendur fram á föstudag.

Ráðstefna þessi er haldin á tveggja ára fresti undir hatti IUFRO, alþjóðasamtaka rannsóknastofnana í skógvísindum. Hún hefur hingað til verið haldin til skiptis í Norður-Ameríku og Evrópu en fer nú fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þátttakendur eru á fjórða tug talsins frá Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki, Suður-Kóreu og Ástralíu. Gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni er Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá.

Dagskrá ráðstefnunnar er kaflaskipt. Fyrsta daginn er fjallað um vaxtar- og ræktunarskilyrði en einnig markaðsmál. Síðdegis verða skógarbændurnir í Reykhúsum í Eyjafirði heimsóttir og farið í Kjarnaskóg og gróðrarstöðina Sólskóga. Á morgun er sjónum beint að heilsu trjátegunda sem notaðar eru í jólatrjáaframleiðslu, m.a. sjúkdóma og meindýr.  Á miðvikudag verður haldið á Hólasand þar sem ráðstefnugestir fá að kynnast uppgræðslu- og skógræktarstarfi á örfoka landi en einnig verður litast um í Mývatnssveit. Á fimmtudag verður hugað að meðferð jólatrjáa eftir að þau eru felld, barrheldni og fleira, og því næst um erfðir og kynbætur jólatrjáa. Skoðunarferð á fimmtudag verður í Vaglaskóg þar sem fjallað verður um kynbætur á fjallaþin til jólatrjáaframleiðslu og ræktun lerkiblendingsins 'Hryms' til skógræktar.

Sem fyrr er getið eru á ráðstefnunni samankomnir margir af helstu vísindamönnum á þessu sviði í heiminum en einnig fulltrúar framleiðenda, t.d. ungur Ástrali sem er að hefja jólatrjáaframleiðslu í Ástralíu og Suður-Kóreumaður sem segir frá því hvernig spurn eftir jólatrjám eykst í heimalandi hans. Þarna er því statt fólk sem getur sagt undan og ofan af straumum og stefnum í jólatrjáarækt vítt og breitt um heiminn.

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...