Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson.
Fréttir 3. apríl 2014

Allt of mörg sláturhús í landinu

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Stórgripasláturhús eru allt of mörg á landinu, en nautgripum er slátrað í níu sláturhúsum í dag. Nægjanlegt væri að þau væru tvö til þrjú en auk þessu gætu minni sláturhús verið starfandi. Hægt væri að anna miklu meiri slátrun og úrvinnslu án nokkurra breytinga á þeirri aðstöðu sem fyrir er í ýmsum sláturhúsum. 
 
Þetta kom fram í máli Ágústs Andréssonar, formanns Landssamtaka sláturleyfishafa og forstöðumanns Kjötafurðastöðvar KS, á Fagþingi nautgriparæktarinnar sem haldið var í tengslum við aðalfund Landssamtaka kúabænda 27. mars síðastliðinn. Slátrun á stórgripum er mjög óhagkvæm hér á landi sökum þess hversu mörg sláturhúsin eru. Fyrirmyndin að fækkun þeirra er til, enda voru hér á landi 27 sauðfjársláturhús fyrir aldarfjórðungi. Í dag eru þau átta talsins og hafa öll náð upp tiltölulega góðri tækni og úrvinnslu á hliðarafurðum. Það hefur skapað grundvöll til þess að hægt sé að hækka verð til sauðfjárbænda. Þetta þarf að gerast í nautakjötinu líka, sagði Ágúst.
 
Þurfum að fullnýta afurðir
 
Í máli Ágústs kom fram að Íslendingar ættu mikið inni í nýtingu á svokölluðum hliðarafurðum. Meðal slíkra afurða eru lappir, hausar, eyru, halar, sinar, brjósk og innmatur. Vegna þess hversu lítill hluti slátrunar fer fram í hverju sláturhúsi er einfaldlega of dýrt að fjárfesta í öllum þeim búnaði sem til þarf svo hægt sé að fullnýta allar hliðarafurðir. Í krafti stærðar væri hægt að nýta þessar afurðir að fullu. 
Alls gaf slátrun nautgripa af sér 4.020 tonn af kjöti á síðasta ári, í níu sláturhúsum. Á sama tíma var innflutningur 266 tonn af beinlausu kjöti en innflutningur er nú án tollkvóta. Talsverður skortur hefur verið á innlendu nautakjöti undanfarin ár en eftirspurn hefur aukist verulega. 
Ætti að horfa út fyrir landsteinana
 
Þó að talsvert sé í land að hægt sé að uppfylla þarfir heimamarkaðarins hér á landi telur að Ágúst að tækifæri séu í að horfa út fyrir landsteinana varðandi nautakjötsframleiðslu. Aukin eftirspurn er eftir nautakjöti á heimsmarkaði og ekki síst eftir hliðarafurðum. Á sama tíma hefur framboð farið minnkandi og því er augljóslega pláss fyrir íslenskt nautakjöt á heimsmarkaði. Mikilvægt er að klára fríverslunarsamninga við lönd eins og Rússland og Bandaríkin og nýta tækifæri sem slíkir samningar hafa í för með sér, til dæmis við Kína.
 
Ágúst lagði á það áherslu að Íslendingar yrðu að auka framleiðslu sína verulega og hagræða. Það yrði að gera með kynbótum, með bættri fóðrun og fullnýtingu afurða. Ef það tækist væri hægt að anna eftirspurn á innanlandsmarkaði, hefja sókn út fyrir landsteinana og greiða bændum hærra verð.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...