Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson.
Fréttir 3. apríl 2014

Allt of mörg sláturhús í landinu

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Stórgripasláturhús eru allt of mörg á landinu, en nautgripum er slátrað í níu sláturhúsum í dag. Nægjanlegt væri að þau væru tvö til þrjú en auk þessu gætu minni sláturhús verið starfandi. Hægt væri að anna miklu meiri slátrun og úrvinnslu án nokkurra breytinga á þeirri aðstöðu sem fyrir er í ýmsum sláturhúsum. 
 
Þetta kom fram í máli Ágústs Andréssonar, formanns Landssamtaka sláturleyfishafa og forstöðumanns Kjötafurðastöðvar KS, á Fagþingi nautgriparæktarinnar sem haldið var í tengslum við aðalfund Landssamtaka kúabænda 27. mars síðastliðinn. Slátrun á stórgripum er mjög óhagkvæm hér á landi sökum þess hversu mörg sláturhúsin eru. Fyrirmyndin að fækkun þeirra er til, enda voru hér á landi 27 sauðfjársláturhús fyrir aldarfjórðungi. Í dag eru þau átta talsins og hafa öll náð upp tiltölulega góðri tækni og úrvinnslu á hliðarafurðum. Það hefur skapað grundvöll til þess að hægt sé að hækka verð til sauðfjárbænda. Þetta þarf að gerast í nautakjötinu líka, sagði Ágúst.
 
Þurfum að fullnýta afurðir
 
Í máli Ágústs kom fram að Íslendingar ættu mikið inni í nýtingu á svokölluðum hliðarafurðum. Meðal slíkra afurða eru lappir, hausar, eyru, halar, sinar, brjósk og innmatur. Vegna þess hversu lítill hluti slátrunar fer fram í hverju sláturhúsi er einfaldlega of dýrt að fjárfesta í öllum þeim búnaði sem til þarf svo hægt sé að fullnýta allar hliðarafurðir. Í krafti stærðar væri hægt að nýta þessar afurðir að fullu. 
Alls gaf slátrun nautgripa af sér 4.020 tonn af kjöti á síðasta ári, í níu sláturhúsum. Á sama tíma var innflutningur 266 tonn af beinlausu kjöti en innflutningur er nú án tollkvóta. Talsverður skortur hefur verið á innlendu nautakjöti undanfarin ár en eftirspurn hefur aukist verulega. 
Ætti að horfa út fyrir landsteinana
 
Þó að talsvert sé í land að hægt sé að uppfylla þarfir heimamarkaðarins hér á landi telur að Ágúst að tækifæri séu í að horfa út fyrir landsteinana varðandi nautakjötsframleiðslu. Aukin eftirspurn er eftir nautakjöti á heimsmarkaði og ekki síst eftir hliðarafurðum. Á sama tíma hefur framboð farið minnkandi og því er augljóslega pláss fyrir íslenskt nautakjöt á heimsmarkaði. Mikilvægt er að klára fríverslunarsamninga við lönd eins og Rússland og Bandaríkin og nýta tækifæri sem slíkir samningar hafa í för með sér, til dæmis við Kína.
 
Ágúst lagði á það áherslu að Íslendingar yrðu að auka framleiðslu sína verulega og hagræða. Það yrði að gera með kynbótum, með bættri fóðrun og fullnýtingu afurða. Ef það tækist væri hægt að anna eftirspurn á innanlandsmarkaði, hefja sókn út fyrir landsteinana og greiða bændum hærra verð.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...