Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mikil og góð spretta hefur verið í Eyjafirði framanverðum og heyfengur góður.
Mikil og góð spretta hefur verið í Eyjafirði framanverðum og heyfengur góður.
Mynd / Ingi Guðmundsson
Fréttir 24. júní 2022

Allt að helmingi meira magn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það bara gjörsamlega veður upp grasið og magnið sem bændur eru að fá er gríðarlega mikið,“ segir Sigurgeir Hreins­ son, framkvæmdastjóri Búnaðar­ sambands Eyjafjarðar.

Bændur í Eyjafirði eru víða komnir vel áleiðis með fyrri slátt, einkum inni í Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströndinni, en síður út með firðinum.

„Nú þarf eiginlega bara almennilegan þurrk svo hægt sé að heyja.“

Sláttur gengur vel á Hríshóli.

Hann segir tún yfirleitt falleg og sprettan mjög góð en vætutíð undanfarna daga hefur sett strik í reikninginn. Sem dæmi um góðan heyfeng segir Sigurgeir að ekki sé óalgengt í meðalári að fá um 10 til 12 rúllur af góðum túnum af hektara lands í fyrri slætti. Nú séu bændur að uppskera 15 og upp í 20 rúllur af hektaranum.

Nefnir Sigurgeir að maímánuður síðastliðinn hafi ekki verið hlýr, en það sem skipti sköpum var að engar frostnætur voru þann mánuð. Til samanburðar voru 18 frostnætur í maí í fyrra.

Þá segir hann að úrkoma í nýliðnum maímánuði hafi verið tvöföld á við það sem gerist í meðalári og því hafi jörð verið mjög rök. „Þetta er allt eiginlega bara æðislegt, mikil og hröð spretta og túnin hér um kring sjaldan jafn glæsileg. Rigningartíð síðustu daga setur aðeins strik í reikninginn, ef ekki fer að koma góður þurrkur má gera ráð fyrir að grösin tapi sínu besta,“ segir hann.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...