Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikil og góð spretta hefur verið í Eyjafirði framanverðum og heyfengur góður.
Mikil og góð spretta hefur verið í Eyjafirði framanverðum og heyfengur góður.
Mynd / Ingi Guðmundsson
Fréttir 24. júní 2022

Allt að helmingi meira magn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það bara gjörsamlega veður upp grasið og magnið sem bændur eru að fá er gríðarlega mikið,“ segir Sigurgeir Hreins­ son, framkvæmdastjóri Búnaðar­ sambands Eyjafjarðar.

Bændur í Eyjafirði eru víða komnir vel áleiðis með fyrri slátt, einkum inni í Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströndinni, en síður út með firðinum.

„Nú þarf eiginlega bara almennilegan þurrk svo hægt sé að heyja.“

Sláttur gengur vel á Hríshóli.

Hann segir tún yfirleitt falleg og sprettan mjög góð en vætutíð undanfarna daga hefur sett strik í reikninginn. Sem dæmi um góðan heyfeng segir Sigurgeir að ekki sé óalgengt í meðalári að fá um 10 til 12 rúllur af góðum túnum af hektara lands í fyrri slætti. Nú séu bændur að uppskera 15 og upp í 20 rúllur af hektaranum.

Nefnir Sigurgeir að maímánuður síðastliðinn hafi ekki verið hlýr, en það sem skipti sköpum var að engar frostnætur voru þann mánuð. Til samanburðar voru 18 frostnætur í maí í fyrra.

Þá segir hann að úrkoma í nýliðnum maímánuði hafi verið tvöföld á við það sem gerist í meðalári og því hafi jörð verið mjög rök. „Þetta er allt eiginlega bara æðislegt, mikil og hröð spretta og túnin hér um kring sjaldan jafn glæsileg. Rigningartíð síðustu daga setur aðeins strik í reikninginn, ef ekki fer að koma góður þurrkur má gera ráð fyrir að grösin tapi sínu besta,“ segir hann.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...