Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ágreiningur milli MAST og landbúnaðarráðuneytisins
Fréttir 16. apríl 2014

Ágreiningur milli MAST og landbúnaðarráðuneytisins

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ágreiningur er milli Matvælastofnunar og land-búnaðarráðuneytisins um ábyrgð á varnarlínum vegna búfjársjúkdóma. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hann hélt við upphaf aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Sigurður Ingi sagði jafnframt að meta þyrfti fyrirkomulag þeirra varnarlína og varnarhólfa sem nú væru í gildi á landinu upp á nýtt.

Sigurður Ingi ræddi afkomu sauðfjárbænda í ræðu sinni. „Afkoma sauðfjárbænda er ekki boðleg fyrir fólk sem vill lifa mannsæmandi lífi á henni. Ég sé fyrir mér sókn í matvælaframleiðslu, framleiðslu lambakjöts. Það þarf að vera samvinnuverkefni bænda og stjórnvalda.“ Sigurður Ingi sagðist telja að stjórnvöld ættu að tryggja aðgang að erlendum mörkuðum með milliríkjasamningum og merkja ætti lambakjöt sem flutt yrði út Íslandi með glöggum hætti. Mikilvægt væri að útflytjendur sameinuðust um eitt slíkt vörumerki í útflutningi.

Ísland þarf að leggja sitt af mörkum

„Fólki í heiminum mun fjölga um milljarð á næstu tólf árum. Ísland mun kannski ekki hafa úrslitaáhrif á matvælaframboð í heiminum en okkur er skylt að leggja okkar af mörkum,“ sagði Sigurður Ingi og benti á að með fjölguninni fylgdi vaxandi eftirspurn sem gæti skapað tækifæri í útflutningi. Hann lagði þó, eins og fram kemur hér að ofan, áherslu á siðferðislega skyldu Íslendinga til að taka þátt í brauðfæða heiminn.

Er ríkisstuðningi rétt fyrir komið?

Sigurður Ingi velti því upp hvort ríkisstuðningi við sauðfjárframleiðslu væri rétt fyrir komið eins og hann er í dag. Hann spurði hvort eðlilegt væri að greiða öllum sauðfjárbændum ríkisstyrki, sama hversu lítil framleiðsla þeirra væri. Þá velti hann því fyrir sér hvort hugsanlega væri eðlilegt að landshlutaskipta stuðningi eða jafnvel binda hann við landnæði. Hann lagði þó áherslu á að þetta væru einungis vangaveltur á þessu stigi málsins, hann væri ekki að boða breytingar á næstunni en ljóst mætti vera að sauðfjárbændur þyrftu að taka þessar spurningar upp í aðdraganda nýs búvörusamnings. Í þessu samhengi benti ráðherrann á að samið hefði verið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að gera úttekt á íslenska landbúnaðarkerfinu. Sú vinna gæti orðið gott veganesti þegar viðræður um nýja búvörusamninga yrðu teknar upp.

Nýta þarf gott landbúnaðarland til matvælaframleiðslu

Sigurður Ingi greindi frá því að unnið væri að nýrri landsskipulagsstefnu í umhverfisráðuneytinu, en sem kunnugt er gegnir Sigurður Ingi einnig embætti umhverfisráðherra. Við þá vinnu ætti að gæta þess að land sem hentaði vel til landbúnaðar yrði ekki tekið undir aðra starfsemi heldur yrði það nýtt til matvælaframleiðslu. Jafnframt þyrfti að tryggja að búrekstur héldist á góðum ríkisjörðum, annaðhvort með sölu eða leigu til ungra bænda. Því miður hefði það verið svo að á undanförnum árum hefði búskap verið hætt á mörgum slíkum jörðum og það væri óásættanleg þróun.

„Ég tel skynsamlegt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning,“ sagði Sigurður Ingi í lok ræðu sinnar. Hann benti enda á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fullvissaði fundarmenn um að ríkisstjórnin stæði með íslenskum landbúnaði.

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...