Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2017

Aðild eykst að landbúnaðarsamtökum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir / Bondebladet
Á sama tíma og bændum fækkar í Noregi eykst tala meðlima í norsku bændasamtökunum.
Meðlimafjöldinn hefur ekki verið jafn mikill í 20 ár en alls eru 63 þúsund manns í Norges bondelag. 
 
Þetta þakkar formaður samtakanna, Lars Petter Bartnes, fyrir í norska bændablaðinu og minnir á að rödd samtakanna sé mikilvæg fyrir meðlimi hennar, sérstaklega á þeim tímum þar sem stjórnvöld og bændur vinna ekki alveg í takt. Á meðan stjórnvöld vinna að stærri og færri búum berjast samtökin fyrir því að hinar dreifðu byggðir fái að halda sér með þeim fjölbreytta landbúnaði sem þar er stundaður. 
 
Í Danmörku eykst einnig fjöldi félagsmanna í samtökunum „Danish Farmers Abroad“ eða danskir bændur erlendis. Þar eru skráðir Danir sem eiga fyrirtæki í landbúnaði eða starfa í greininni á erlendri grund. Fyrir fimm árum voru 79 meðlimir í samtökunum en nú eru þeir orðnir 181. Þannig eru 78 af meðlimunum fyrirtæki í landbúnaði en hinir einstaklingar og meðlimir annarra fyrirtækja sem tengjast landbúnaði.
Fyrirtækin samanstanda af 6.500 eigendum og hluthöfum í 40 löndum en flestir eru með starfsemi í Austur-Evrópu. Samtökin fá þó stöðugt inn nýja félagsmenn sem eru áhugasamir um starfsemi í landbúnaði á öðrum svæðum en í Austur-Evrópu.
 

Skylt efni: norræn bændasamtök

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...