Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2017

Aðild eykst að landbúnaðarsamtökum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir / Bondebladet
Á sama tíma og bændum fækkar í Noregi eykst tala meðlima í norsku bændasamtökunum.
Meðlimafjöldinn hefur ekki verið jafn mikill í 20 ár en alls eru 63 þúsund manns í Norges bondelag. 
 
Þetta þakkar formaður samtakanna, Lars Petter Bartnes, fyrir í norska bændablaðinu og minnir á að rödd samtakanna sé mikilvæg fyrir meðlimi hennar, sérstaklega á þeim tímum þar sem stjórnvöld og bændur vinna ekki alveg í takt. Á meðan stjórnvöld vinna að stærri og færri búum berjast samtökin fyrir því að hinar dreifðu byggðir fái að halda sér með þeim fjölbreytta landbúnaði sem þar er stundaður. 
 
Í Danmörku eykst einnig fjöldi félagsmanna í samtökunum „Danish Farmers Abroad“ eða danskir bændur erlendis. Þar eru skráðir Danir sem eiga fyrirtæki í landbúnaði eða starfa í greininni á erlendri grund. Fyrir fimm árum voru 79 meðlimir í samtökunum en nú eru þeir orðnir 181. Þannig eru 78 af meðlimunum fyrirtæki í landbúnaði en hinir einstaklingar og meðlimir annarra fyrirtækja sem tengjast landbúnaði.
Fyrirtækin samanstanda af 6.500 eigendum og hluthöfum í 40 löndum en flestir eru með starfsemi í Austur-Evrópu. Samtökin fá þó stöðugt inn nýja félagsmenn sem eru áhugasamir um starfsemi í landbúnaði á öðrum svæðum en í Austur-Evrópu.
 

Skylt efni: norræn bændasamtök

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...