Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2017

Aðild eykst að landbúnaðarsamtökum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir / Bondebladet
Á sama tíma og bændum fækkar í Noregi eykst tala meðlima í norsku bændasamtökunum.
Meðlimafjöldinn hefur ekki verið jafn mikill í 20 ár en alls eru 63 þúsund manns í Norges bondelag. 
 
Þetta þakkar formaður samtakanna, Lars Petter Bartnes, fyrir í norska bændablaðinu og minnir á að rödd samtakanna sé mikilvæg fyrir meðlimi hennar, sérstaklega á þeim tímum þar sem stjórnvöld og bændur vinna ekki alveg í takt. Á meðan stjórnvöld vinna að stærri og færri búum berjast samtökin fyrir því að hinar dreifðu byggðir fái að halda sér með þeim fjölbreytta landbúnaði sem þar er stundaður. 
 
Í Danmörku eykst einnig fjöldi félagsmanna í samtökunum „Danish Farmers Abroad“ eða danskir bændur erlendis. Þar eru skráðir Danir sem eiga fyrirtæki í landbúnaði eða starfa í greininni á erlendri grund. Fyrir fimm árum voru 79 meðlimir í samtökunum en nú eru þeir orðnir 181. Þannig eru 78 af meðlimunum fyrirtæki í landbúnaði en hinir einstaklingar og meðlimir annarra fyrirtækja sem tengjast landbúnaði.
Fyrirtækin samanstanda af 6.500 eigendum og hluthöfum í 40 löndum en flestir eru með starfsemi í Austur-Evrópu. Samtökin fá þó stöðugt inn nýja félagsmenn sem eru áhugasamir um starfsemi í landbúnaði á öðrum svæðum en í Austur-Evrópu.
 

Skylt efni: norræn bændasamtök

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...