Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2017
Fréttir 13. febrúar 2017

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2017

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2017 verður haldinn að Gunnarsholti (Frægarði) mánudaginn 13. febrúar n.k. fundurinn hefst kl. 12.00.  

Dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan, en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá Bí vera með erindi, Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK mun fara yfir stöðu verkefna hjá LK, Búnaðarsamband Suðurlands mun veita viðurkenningar fyrir afurðahæsta kúabúið og afurðahæstu kúnna á Suðurlandi auk viðurkenningar fyrir þyngsta nautið á Suðurlandi 2016.

Dagskrá aðalfundar FKS 13.2.2017

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

Skýrsla stjórnar. Kosinn formaður félagsins. Núverandi formaður Valdimar Guðjónsson hyggst ekki gefa kost á sér áfram.


Kjósa skal 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn . Einnig verða kosnir 8 fulltrúar á aðalfund LK. þann 24.mars 2017.

Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings þessara kosninga.
Þeir sem vilja gefa kost á sér, eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina.

Nefndina skipa:
Reynir Þór Jónsson Hurðarbaki. S. 898-0929 reynirhurdarbaki@gmail.com
Karel Geir Sverrisson Seli S. 897-2531 karelgs@simnet.is
Arnfríður S. Jóhannesdóttir Herjólfsstöðum S. 866-5165 adda159@gmail.com

2. Erindi. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hjá BÍ. Mun auk annars koma inná tollabreytingar sem framundan eru. Einnig hugsanleg áhrif ef búvörulögum yrði breytt, eða þau felld niður.

3. Staða nokkurra verkefna hjá LK, Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK.

4. Búnaðarsamband Suðurlands veitir viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið árið 2016 og afurðahæstu kúna. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir þyngsta nautið á Suðurlandi 2016.

5. Önnur mál.


Stjórnin.

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...