Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu
Fréttir 9. mars 2015

Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matarolíuframleiðandi í Perú hefur fengið leyfi yfirvalda þar í landi til að fella 23.000 hektara frumskóglendi í norðurhluta Amasonskógarins til að rækta pálma sem unnin er pálmaolía úr.

Skógarnir sem til stendur að fella eru 85% frumskógar. Frumskógar nefnast náttúrulegir skógar sem hafa fengið að vaxa og dafnað án þess að mannshöndin hafi komið þar nærri og í þá hafi verið plantað trjám.

Fyrirtækið sem um ræðir kallast Palma del Espino og er hluti af Romero samsteypunni sem er risafyrirtæki í Suður- Amerískum matvælaiðnaði.

Til skamms tíma hefur framleiðsla á pálmaolíu verið minni í Perú en í nágranaríkjunum, Ekvador og Kólumbíu. Aukningin undanfarin ár er þó umtalsverð og útlit fyrir að pálmaolía verði ræktuð á 1,5 milljón hekturum lands í Perú eftir nokkur ár.

Samkvæmt lögum í Perú eru frumskógar Amason friðaðir en þrátt fyrir það eru þeir feldir á báða bóga og segja skógfriðunarsinnar að fyrirtæki eins og Romero samsteypan notfæri sér göt í lögum og mútur til að ná sínu fram. 

Skylt efni: Skógareyðing | pálmaolía

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...