Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu
Fréttir 9. mars 2015

Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matarolíuframleiðandi í Perú hefur fengið leyfi yfirvalda þar í landi til að fella 23.000 hektara frumskóglendi í norðurhluta Amasonskógarins til að rækta pálma sem unnin er pálmaolía úr.

Skógarnir sem til stendur að fella eru 85% frumskógar. Frumskógar nefnast náttúrulegir skógar sem hafa fengið að vaxa og dafnað án þess að mannshöndin hafi komið þar nærri og í þá hafi verið plantað trjám.

Fyrirtækið sem um ræðir kallast Palma del Espino og er hluti af Romero samsteypunni sem er risafyrirtæki í Suður- Amerískum matvælaiðnaði.

Til skamms tíma hefur framleiðsla á pálmaolíu verið minni í Perú en í nágranaríkjunum, Ekvador og Kólumbíu. Aukningin undanfarin ár er þó umtalsverð og útlit fyrir að pálmaolía verði ræktuð á 1,5 milljón hekturum lands í Perú eftir nokkur ár.

Samkvæmt lögum í Perú eru frumskógar Amason friðaðir en þrátt fyrir það eru þeir feldir á báða bóga og segja skógfriðunarsinnar að fyrirtæki eins og Romero samsteypan notfæri sér göt í lögum og mútur til að ná sínu fram. 

Skylt efni: Skógareyðing | pálmaolía

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...