Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára
Fréttir 21. janúar 2016

8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára

Verðskrá Fóðurblöndunnar/Áburðarverksmiðjunnar er komin út. Verðskráin gildir til 31. janúar 2016 og er háð breytingum á gengi. Eins og áður eru í boði hagstæðir greiðslusamningar. Þá eru í boði 8% staðgreiðsluafsláttur. Áburðarverðskráin lækkar um 8% milli ára sem skýrist meðal annars á breytingum á gengi og hagstæðari samningum milli ára.

Í fréttatilkynningu frá Fóðurblöndunni segir að Fóðurblandan bjóði upp á fjölbreytt úrval af áburðartegundum sem hannaðar voru með íslenskar aðstæður í huga. Fyrirtækið býður upp á bæði einkorna og fjölkorna áburð, fimm einkorna tegundir og átta fjölkorna tegundir.

Áburður fyrir íslenskar aðstæður
Vöruskrá Fóðurblöndunnar byggir á formúlum Áburðarverksmiðjunnar. Áburðarformúlurnar voru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi. Efnainnihald áburðarins byggir á rannsóknum sem gerðar voru á íslenskum jarðvegi og mælingum heysýna. Þegar Áburðarverksmiðjan hóf að framleiða NPK áburðartegundir voru sérfræðingar hér á landi fengnir sem ráðgjafar til að hanna áburð sem hentaði okkar aðstæðum. Sérfræðingar í jarðrækt og áburðarfræðum hér á landi komu að gerð þeirra áburðategunda sem fyrirtækið býður uppá.

Einkenni NPK tegunda  Áburðarverksmiðjunnar eru hátt gildi fosfórs og tiltölulega lágt gildi á kalí. Einkenni fjölkorna tegunda fyrirtækisins er hár vatnsleysanleiki. Hár vatnsleysanleiki er sérstaklega mikilvægur í köldu loftslagi og þar sem vaxtartíminn er stuttur. Hér á landi er búið við kalt loftslag og stuttan vaxtartími.

Hagstæðir flutningur í boði
Boðið er upp á flutningstilboð, 600 kr/sekk til þeirra sem panta fyrir 31. janúar næstkomandi. Flutningstilboðið er þó háð því að pantaðir séu 10 sekkir eða meira.

Fóðurblandan hvetur viðskiptavini sína til þess að ganga frá pöntunum sem fyrst, með því að hafa samband við skrifstofu fyrirtækisins í síma 570-9800 eða einhvern af sölumönnum þess eða söluaðilum. Verðskrá er að finna á www.fodur.is
 

Skylt efni: áburður | Fóðurblandan

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...