Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
79% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti
Fréttir 6. júlí 2017

79% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Íslendingar fengu um nýliðin mánaðamót inn um póstlúguna hjá sér langþráða raforkureikninga. Reikningar um þessi mánaðamót hafa frá 2011 verið nokkuð sérstakir, en þar er upplýst um hreinleikauppruna raforku sem framleidd er á Íslandi. 
 
Þótt flestir telji að nær 100% raforkunnar sé framleidd úr endurnýjanlegum orkulindum sem „hrein raforka“, er samt á pappírunum skráð að verulegur hluti hennar sé framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi. Það sem meira er, Íslendingar eru sagðir skilja eftir sig talsvert af geislavirkum úrgangi. 
 
Í lok júní 2015 upplýsti Bændablaðið um þann sérkennilega leik orkusölufyrirtækja að selja erlendum orkusölufyrirtækjum orkuhreinleikavottorð gegn því að Íslendingar tækju á sig að skrá inn í sína orkunotkun að hluti orkunnar sem hér væri framleiddur ætti uppruna sinn í kjarnorku og jarðefnaeldsneyti. 
 
Ástæða þessara óskapa var að frá 2011 var öllum staðreyndum um orkuframleiðslu Íslendinga algjörlega snúið á haus. Fyrir tilstuðlan innleiðingar á tilskipun ESB gátu Ísland og Íslendingar í framhaldinu ekki lengur stært sig af þeirri hreinu ímynd orkuframleiðslu sem fyrirmenn þjóðarinnar höfðu hver um annan þveran talað svo fjálglega um á alþjóðlegum vettvangi.
 
Íslensk raforka framleidd með kolum olíu og kjarnorku?
 
Þegar rýnt er í tölur Orkustofnunar, sem sér um alla útreikn­inga vegna sölu á upprunavottorðum raforku, varð veruleg breyting 2011. Í stað þess að vera með nær 100% hreina orkuframleiðslu var Ísland sagt framleiða 5% af sinni raforku með kjarnorku og 6% með jarðefnaeldsneyti, þ.e. kolum, olíu og gasi. 
Stóra stökkið verður svo á síðasta ári, 2016. Þá var endurnýjanlega orkan komin í mikinn minnihluta, eða 21%. Raforka framleidd með jarðefnaeldsneyti var þá komin í 59% og raforka úr kjarnorku í 20%. Samtals var kjarnorka og jarðefnaeldsneyti þá sagt standa fyrir 79% raforku­framleiðslunnar á Íslandi og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. 
 
156 kíló af geisla­virkum úrgangi 
 
Vegna þessara viðskipta skilja Íslendingar eftir sig á pappírunum 0,72 milligrömm af geislavirkum úrgangi á hverja selda kílówattstund. Einnig 460,27 grömm af koldíoxíði á kílówattstund. 
 
Þegar um er að ræða sölu á 1.066.584 megawattstundum (MWh) samkvæmt tölum Orkustofnunar, þá er 20% af því vegna kjarnorku 213.316 MWh, eða 213.316.000 kWh. Það þýðir að Íslendingar hafi í hreinleikabókhaldi sínu nærri 154 kíló af geislavirkum úrgangi.
 
Sama gildir um meint koldíoxíð sem losað er vegna meintrar framleiðslu á raforku hér á landi með kolum, olíu og gasi. Það stendur fyrir 59% raforkusölunnar og skilur eftir sig ljót spor í bókhaldinu upp á nær 290 þúsund tonn af koldíoxíði.  
 
– Sjá nánar á bls. 20–21 í nýju Bændablaði
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara