Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
140 milljóna hagnaður Norðlenska matborðsins
Fréttir 20. mars 2014

140 milljóna hagnaður Norðlenska matborðsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rekstur Norðlenska matborðsins ehf. gekk ágætlega síðastliðið ár og var ársvelta félagsins tæpir 5,2 milljarðar króna. Það er veltuaukning um rúm 9,8% á milli ára. Hagnaður ársins var 138,4 milljónir króna og er eigið fé Norðlenska nú 631,9 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 19,2%. Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega og var á honum samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónum króna.


Hagnaður ársins er m.a. til kominn vegna sterkrar stöðu Norðlenska á innanlandsmarkaði, en vörur og vörumerki Norðlenska njóta mikilla vinsælda hjá neytendum, auk þess var reksturinn í góðu jafnvægi „og er ljóst að eigendur og starfsfólk geta verið stolt af góðu og öflugu fyrirtæki,“ segir í frétt um aðalfundinn.
Að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, var reksturinn í góðu jafnvægi og sala gekk vel á vörum Norðlenska innanlands sem utan. Þegar leið á árið dró heldur úr eftirspurn, sérstaklega á lambakjöti og grísakjöti. Útflutt magn var mjög sambærilegt við síðastliðin ár en afkoman þó heldur lakari vegna styrkingar íslensku krónunnar. Verð fyrir hinar ýmsu aukaafurðir var hins vegar mjög gott á árinu. Norðlenska hefur lagt aukna áherslu á að fullnýta sláturgripi, aukaafurðir eru allar fluttar út og skiluðu þau viðskipti viðunandi hagnaði.


Hjá Norðlenska, sem er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, Höfn og í Reykjavík, starfa rúmlega 180 starfsmenn en í sauðfjársláturtíð fjölgar þeim um 140 og er þá heildar­starfsmannafjöldi rúmlega 320.
Stjórn Norðlenska er óbreytt að loknum aðalfundi, í stjórn eiga sæti; Heiðrún Jónsdóttir, Garðabæ, stjórnarformaður, Ingvi Stefánsson, Teigi, varaformaður, Geir Árdal, Dæli, ritari, Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, meðstjórnandi, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Reykjavík, meðstjórnandi. Varamenn eru Óskar Gunnarsson, Dæli Skíðadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda, og Jón Benediktsson, Auðnum. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...