Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
140 milljóna hagnaður Norðlenska matborðsins
Fréttir 20. mars 2014

140 milljóna hagnaður Norðlenska matborðsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rekstur Norðlenska matborðsins ehf. gekk ágætlega síðastliðið ár og var ársvelta félagsins tæpir 5,2 milljarðar króna. Það er veltuaukning um rúm 9,8% á milli ára. Hagnaður ársins var 138,4 milljónir króna og er eigið fé Norðlenska nú 631,9 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 19,2%. Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega og var á honum samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónum króna.


Hagnaður ársins er m.a. til kominn vegna sterkrar stöðu Norðlenska á innanlandsmarkaði, en vörur og vörumerki Norðlenska njóta mikilla vinsælda hjá neytendum, auk þess var reksturinn í góðu jafnvægi „og er ljóst að eigendur og starfsfólk geta verið stolt af góðu og öflugu fyrirtæki,“ segir í frétt um aðalfundinn.
Að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, var reksturinn í góðu jafnvægi og sala gekk vel á vörum Norðlenska innanlands sem utan. Þegar leið á árið dró heldur úr eftirspurn, sérstaklega á lambakjöti og grísakjöti. Útflutt magn var mjög sambærilegt við síðastliðin ár en afkoman þó heldur lakari vegna styrkingar íslensku krónunnar. Verð fyrir hinar ýmsu aukaafurðir var hins vegar mjög gott á árinu. Norðlenska hefur lagt aukna áherslu á að fullnýta sláturgripi, aukaafurðir eru allar fluttar út og skiluðu þau viðskipti viðunandi hagnaði.


Hjá Norðlenska, sem er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, Höfn og í Reykjavík, starfa rúmlega 180 starfsmenn en í sauðfjársláturtíð fjölgar þeim um 140 og er þá heildar­starfsmannafjöldi rúmlega 320.
Stjórn Norðlenska er óbreytt að loknum aðalfundi, í stjórn eiga sæti; Heiðrún Jónsdóttir, Garðabæ, stjórnarformaður, Ingvi Stefánsson, Teigi, varaformaður, Geir Árdal, Dæli, ritari, Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, meðstjórnandi, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Reykjavík, meðstjórnandi. Varamenn eru Óskar Gunnarsson, Dæli Skíðadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda, og Jón Benediktsson, Auðnum. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...