Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Meira en bara Húsið
Mynd / Lýður Pálsson
Menning 22. mars 2023

Meira en bara Húsið

Höfundur: Lýður Pálsson, safnstjóri á Byggðasafni Árnesinga.

Byggðasafn Árnesinga er með sína starfsemi í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ ásamt því að sjá um Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og Rjómabúið á Baugsstöðum. Margt er því að sjá í söfnum Byggðasafns Árnesinga.

Mynd / Ólafur Hannesson.

Húsið, sem hefur staðið af sér sunnlensku rigninguna frá árinu 1765, er aðaldjásn safnsins þar sem ganga má um alla bygginguna og setja sig í fótspor kaupmannsins, vinnukonunnar eða vikapiltsins. Húsið á Eyrarbakka er í hópi tíu elstu húsa landsins og var um langt skeið frægt fyrir athafnasemi íbúa þess og áhrif á sunnlenskt mannlíf. Þar var engum í kot vísað. Í Húsinu er forvitnileg saga rakin fram til okkar daga en í viðbyggingunni, Assistentahúsinu frá 1881, eru vel valdir þættir úr sögu héraðsins kynntir, þar á meðal verslunarsagan þegar Bakkinn var og hét sem helsti verslunarstaður Sunnlendinga. Í borðstofu Hússins eru sérsýningar safnsins haldnar og er um þessar mundir verið að vinna að athyglisverðri sýningu sem opnar 1. apríl og fjallar um Ásgrím Jónsson listmálara frá Rútsstaða-suðurkoti í Flóa en hann var vikapiltur í Húsinu á Eyrarbakka árin 1890 til 1892. En utan Hússins er margt að sjá.

Eggjaskúrinn er tileinkaður minningu Peters Nielsens, faktors Lefolii-verslunar á Eyrarbakka, sem rannsakaði náttúruna og skrifaði greinar um íslenskar fuglategundir. Hann beitti sér fyrir friðun íslenska hafarnarins árið 1913. Fuglar og útblásin egg úr íslenskri náttúru eru í Eggjaskúrnum.

Rétt vestan Hússins er lítið gamalt timburhús, Kirkjubær að nafni. Þar er sagt frá draumum og veruleika alþýðunnar í héraðinu 1920 til 1940 þegar útvarpið, mjólkurbúið og stígvélin komu til sögunnar.

Hinum megin á Kaupmannstúninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Það var stofnað utan um varðveislu síðasta áraskipsins sem smíðað var á Eyrarbakka, Farsæls, tólfróins teinærings sem smíðaður var af Steini Guðmundssyni skipasmið árið 1915. Steinn Guðmundsson í Steinsbæ á Eyrarbakka (1838-1916) var afkastamikill skipasmiður og smíðaði tæplega 400 árabáta og áraskip á sinni löngu starfsæfi. Það vinnulag hafði hann að bölva ekki á meðan kjölurinn var lagður að nýjum bát. En hvað um það þá er Farsæll eini báturinn sem til er smíðaður af Steini skipasmið á Eyrarbakka. Í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka má fræðast um bátinn Farsæl, fiskveiðiaðferðir og sjómannslífið og myndar safnið tengsl við Þuríðarbúð á Stokkseyri sem er reist til minningar um Þuríði Einarsdóttur, sögufræga sjókonu.

Austan Stokkseyrar er Rjómabúið á Baugsstöðum, lifandi minnisvarði um merkan þátt í atvinnusögu landsmanna í upphafi 20. aldar. Til útflutnings voru framleiddir ostar og smjör sem „Danish butter“. Rjómabúið á Baugsstöðum hefur varðveist í upprunalegri gerð og eru vélar þess gangsettar þegar allar aðstæður eru fyrir hendi. Við Byggðasafn Árnesinga starfa þrír starfsmenn í fullu starfi auk sumarstarfsmanna. Héraðsnefnd Árnesinga, byggðasamlag átta sveitarfélaga í Árnessýslu, er eigandi safnsins.

Tekið er á móti gestum á auglýstum opnunartímum og einnig er tekið á móti hópum og skólum allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu www.byggdasafn.is.

Skylt efni: söfnin í landinu

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“
Líf og starf 5. mars 2024

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Svövu Jakobsdóttur.

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...