Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svartyllis-edik og ofnbakað íslenskt grænmeti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 21. september 2021

Svartyllis-edik og ofnbakað íslenskt grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þetta auðvelda blóma-edik (svartyllir) er frábær leið til að fanga blómabragðið af ferskum svartylli (elderflowers). Og nú blómstrar hann í görðum og hægt að nota sem krydd í sæta og bragðmikla rétti. Ef ekki er svartyllir er hægt að nota síðustu rósirnar eða hvannarfræ.

Ræktun á Íslandi

Svartyllaræktun hefur verið stunduð hérlendis, en almennt með litlum árangri og verið meira sem fjölært blóm, frekar en runni, vegna kals en ýmsir eru með grænar hendur.

Hráefni

  • 500 ml edik (t.d. hvítvín, eplasafi eða hrísgrjónavínsedik)
  • 4 hausar af fersku elderflower, lífrænum rósum eða hvannarfræjum

Gangið úr skugga um að blómin séu laus við skordýr. Hægt er að þvo blómin. Hins vegar, til að tryggja sterkara bragð, er betra að þvo þau ekki.

Setjið blómin í sultukrukku og hyljið með edikinu. Þið gætuð þurft að ýta þeim aðeins niður til að tryggja að edikið nái alveg yfir.

Lokið krukkunni með loki og látið standa í tvær vikur þar til edikið þroskast við stofuhita. Athugið á hverjum degi eða svo til að ganga úr skugga um að blómin séu enn þakin edikinu.

Eftir tvær vikur, sigtið edikið til að fjarlægja blómin. Auðveldasta leiðin til að gera þetta er að hella því í gegnum sigti sem er fóðrað með hreinum klút.

Bragðbætt edikið geymist endalaust í krukku eða flösku með loki.

Þið getið auðveldlega aukið magnið í þessari uppskrift. Hlutfallið er fjórir blómahausar fyrir hverja 500 ml af ediki.

Íslenskt ofnbakað grænmeti með íslenskri jógúrt og ætum blómum

Ég elska þessa krydduðu jógúrt. Það er fullt af bragði og bætir bragðið til dæmis við blómkál. Svo dásamlega einfalt. Þessi kryddaða jógúrt myndar dýrindis skorpu á blómkálinu og þegar blómkálið er eldað verður það svakalega mjúkt í miðjunni og skapar fallegan miðpunkt fyrir hvert veisluborð!

Hráefni

  • 1 haus blómkál
  • 1 1/2 bolli grísk jógúrt (íslensk framreiðsla)
  • 1 sítróna, rifinn börkur og safi
  • 2 tsk. chiliduft
  • 1 msk. cuminduft
  • 1 msk. hvítlauksduft
  • 1 tsk. karrýduft
  • 2 tsk. maldon sjávarsalt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 1 rauður chili, saxaður smátt
  • 1 handfylli steinselja, skorin gróft niður
  • 1/2 sítróna, aðeins börkur
  • … og öll ætu blómstrandi blómin sem eru í garðinum fyrir fyrsta frost, ofvaxið salat og kryddjurtir byrja að blómstra þegar haustar í mörgum görðum.

Aðferð

Hitið ofninn í 200 gráður og klæðið litla bökunarplötu með bökunarpappír.

Skerið botninn af blómkálinu til að fjarlægja öll græn laufblöð og stöngulinn.

Í skál er jógúrtinu blandað saman við sítrónubörk og safa, chiliduft, kúmen, hvítlauksduft, karrýduft, salt og pipar.

Dreifið marineringunni yfir blómkálið þannig að það sé alveg þakið.

Setjið blómkálið á bökunarplötuna og steikið þar til yfirborðið er þurrt og ljósbrúnt, 40–50 mínútur eða eftir stærð. Marineringin verður að skorpu á yfirborði blómkálsins.

Látið blómkálið kólna í 10 mínútur, dreypið smá jógúrt yfir, nokkrar sneiðar af chilli og stráið saxaðri steinselju yfir. Skreytið með blómum, dreifið berki af einni sítrónu yfir áður en framreitt er.

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...