Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sumarlegur grillréttur og súkkulaði-fondue
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 27. ágúst 2021

Sumarlegur grillréttur og súkkulaði-fondue

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Chutney er upprunnið úr indversku matargerðinni og er oft borið fram sem meðlæti við kryddaða rétti. Chutney er oft búið til úr forsoðnum ávöxtum, sykri og kryddi. Þessi uppskrift af chutney inniheldur ekki soðna ávexti, heldur margar ljúffengar og bragðgóðar ferskar kryddjurtir. Chutney er auðvelt að búa til og má bera fram sem meðlæti með krydduðum réttum eða sem dressingu fyrir salöt.

 • Chutney með kóríander og myntulaufum úr garðinum
 • 2 búnt af ferskum kóríander
 • 1 búnt af ferskum myntulaufum
 • 1 tsk. cumin
 • 2 tsk. grænt chili
 • 2 hvítlauksrif
 • 3 cm engifer
 • 2 msk. af lime-safa
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. flórsykur
 • 1 msk. af vatni

Aðferð

Fjarlægið stilkana af ferskri myntu og kóríander.

Blandið kóríander, myntulaufum, muldu kúmeni, hvítlauk, lime-safa, flórsykri, engifer og salti saman.

Bætið smá vatni út í. Chutney ætti að vera þykkt, svo ekki bæta við of miklu vatni.

Kryddið chutneyið með smá auka salti og sykri. Best að nota matvinnsluvél eða mortel.

Ef þú þarft innblástur fyrir bragðgóða hversdagsrétti geturðu prófað að breyta kryddjurtum og nota það sem er í garðinum.

Tyrknesk lambaspjót á grillið

Grillkjötið er gott með grísku jógúrti, sætu tómatmauki og ilmandi íslenskri papriku.

Viðkvæmasti hluti lambakjötsins – lundin – maríneruð í jógúrt og tómatmauki, framreidd með papriku og salati og jafnvel grilluðu flatbrauði eða vefjum.

Þú getur keypt þennan mjúka vöðva í mörgum matvöruverslunum. Hægt er að útbúa þennan rétt líka með lambakótelettum, lambalæri eða jafnvel lambafile (hryggvöðva) með sama hætti. Til að ná sem bestum árangri skaltu nota gríska jógúrt – sem er þykkari – og gott tómatmauk.

 • 3 matskeiðar grísk jógúrt
 • 2 msk. tómatmauk
 • 1 matskeið ferskur sítrónusafi
 • 3 hvítlauksrif, marin með hlið hnífs
 • 2 tsk. sterkur chili-pipar, eða 1 tsk. rauðar þurrkaðar piparflögur (má sleppa)
 • 1 tsk. þurrkað oregano
 • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
 • 1/3 bolli jómfrúar ólífuolía
 • 1½ pund lambalund eða bógur (beinlaus)
 • Sætt eða heitt paprikuduft, helst tyrkneskt ef fólk er á ferðalögum eða fer í framandi kryddbúðir
 • flögusalt

Aðferð

Setjið jógúrt, tómatmauk, sítrónusafa, hvítlauk, chili-pipar, oreganó og svartan pipar í stóra blöndunarskál og blandið saman. Þeytið ólífuolíunni smám saman út í.

Ef þið notið lambalund, skerið hana þversum í 3 cm bita. Ef þið notið frampart, skerið hann í jafna bita. Bætið lambinu í skálina með marineringunni og látið marínerast í kæli, lokað í 4 klukkustundir eða yfir nótt; því lengur sem það marínerast, því ríkara verður bragðið.

Takið lambakjötið úr marineringunni og hendið henni. Þræðið síðan lambakjötið upp á spjót, þversum ef þið notið lambalund. Stráið mjög ríkulega með papriku og salti á spjótin á allar hliðar. Kjötið ætti að vera þakið kryddi.

Þegar þið eruð tilbúin til að elda, penslið og smyrjið vel ef þið notið grillrist. Raðið spjótunum á heitt grillið og grillið þar til lambið er fallega brúnt og eldað í gegn, í 4 til 6 mínútur á hlið, 8 til 12 mínútur samtals, fyrir miðlungs steikt kjöt.

Flytjið grillaða lambakjötið á fat eða diska, framreiðið lambakjötið með bökuðum lauk og steinselju og grilluðu flatbrauði til að pakka þessu öllu saman.

S’MORES ávaxta og súkkulaði-fondue
 • 1 pakki Graham-kex
 • 1 súkkulaðikex
 • 1 poki sykurpúðar
 • 1 krukka hnetusmjör (valfrjálst)
 • Fondue-dýfa
 • 1 poki mjólkursúkkulaðibitar eða af hvítum súkkulaðibitum
 • 6-8 msk mjólk

Kruðerí:

 • 12 súkkulaðikökur, muldar
 • 1 ½ bolli nammi að eigin vali
 • 1 bolli rifinn kókos, (mjöl)
 • 3/4 bolli ávextir

Aðferð

Búið til fat með ýmsum kextegundum og sykurpúðum.

Skerið ávexti og íslensk jarðarber og setjið á disk. Geymið í kæli þar til það er tilbúið til að bera fram.

Í örbylgjuofni í skál (eða yfir eldi í steypujárni), blandið saman mjólkursúkkulaðispæni með þremur matskeiðum af mjólk. Örbylgjuofn í 60-90 sekúndur þar til súkkulaði byrjar að bráðna. Hrærið þar til það er alveg slétt. Ef súkkulaðið er enn of þykkt til að dýfa, haldið áfram að bæta við mjólk, eina matskeið í einu þar til það er þynnra.

Setjið 12 súkkulaðikökur í lokaðan plastpoka. Myljið smákökur með kökukefli eða tréskeið. Berið fram skál til að auðvelda dýfingu.

Útbúið nammibar og skerið í passlega bita, á stærð við krónu. Berið fram í skál til að auðvelda dýfingu.

Mælið út einn bolla af kókos í skál.

Setjið svo á spjót og látið gesti dýfa ávöxtum og sykurpúðum í fondue sósu og dýft aftur í nammi, kex og kruðerí. Eða grillið sykurpúðana og gerið frægu sykurpúðasamlokurnar með Gramkexinu.

Athugið: Ef boðið er upp á súkkulaðisósu í steypujárnspönnu, vinsamlegast farið varlega þar sem pannan verður mjög heit. Ég legg til að flytja yfir í annað ílát ef börn eru til staðar.

Ofnsteiktir lambaskankar með fullt af íslensku grænmeti
Matarkrókurinn 11. október 2021

Ofnsteiktir lambaskankar með fullt af íslensku grænmeti

Miðjarðarhafskryddað lambakjöt, soðið í rauðvíni og tómatsósu með grænmeti, kryd...

Lambakótelettur og ristað blómkál
Matarkrókurinn 1. október 2021

Lambakótelettur og ristað blómkál

Nú er sláturtíð og ef fólk á ber í frysti er hægt að gera veislu með hjálp frá n...

Svartyllis-edik og ofnbakað íslenskt grænmeti
Matarkrókurinn 21. september 2021

Svartyllis-edik og ofnbakað íslenskt grænmeti

Þetta auðvelda blóma-edik (svartyllir) er frábær leið til að fanga blómabragðið ...

Sumarlegur grillréttur og súkkulaði-fondue
Matarkrókurinn 27. ágúst 2021

Sumarlegur grillréttur og súkkulaði-fondue

Chutney er upprunnið úr indversku matargerðinni og er oft borið fram sem meðlæti...

Humar og Filet mignon
Matarkrókurinn 25. ágúst 2021

Humar og Filet mignon

Humar sem er settur í blöndu af majónesi, sítrónusafa og kryddjurtum, síðan bori...

Grillað lamb og grænmeti
Matarkrókurinn 28. júlí 2021

Grillað lamb og grænmeti

Fjölskyldugrill og góðir gestir verða ánægðir með mjúkan og safaríkan lambahrygg...

Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa
Matarkrókurinn 9. júlí 2021

Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa

Blómkál er líklega uppáhalds­grænmeti margra og hægt að borða það á hverjum degi...

Íslenskir tómatar eru frábærir
Matarkrókurinn 2. júlí 2021

Íslenskir tómatar eru frábærir

Íslensku tómatarnir eru frábærir og oft marglitir í ýmsum stærðum, mikið hefur a...