Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Spænsk eggjakaka og sætindi í skammdeginu
Matarkrókurinn 30. janúar 2015

Spænsk eggjakaka og sætindi í skammdeginu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú er tími þorrablótanna í algleymingi og landinn situr við trogin um hverja helgi. Daginn eftir miklar átveislur er gott að útbúa gómsæta eggjaköku og nota það sem hendi er næst í ísskápnum.  
 
Hér á eftir kemur uppskrift að klassískri spænskri eggjaköku sem kölluð er tortilla þar ytra. Kartöflum er blandað í eggjakökuna sem er gjarnan lög á morgunverðarborðið eða höfð í hádegismatinn. Það er líka hægt að hefja eggjakökurnar á nýjan stall með því að setja bakað smjördeig í tertuform og fylla kökuna með afgöngum. Þar á eftir er braðgmikilli eggjahræru hellt yfir. Það er líka tilvalið að setja beikon í pönnu og hella eggjablöndunni yfir til að gera útfærslu á egg og beikon.  
 
Í lokin eru sætir eftirréttir sem gott er að bragða á í skammdeginu á meðan snjóhríðin lemur allt að utan. 
 
Spænsk tortilla
  • 3 matskeiðar ólífuolía
  • 1 stór kartafla, skræld og sneidd
  • 1 meðalstór laukur, saxaður
  • 1 stór rauð paprika, sneidd
  • 1 msk. hakkað ferskt timjan eða 1 tsk. þurrkað
  • 6 stór egg
  • 1/2 bolli rifinn Parmesan-ostur
  • 2 matskeiðar söxuð fersk steinselja
  • 2 matskeiðar kapers
 
Undirbúningur
Hitið 2 msk. olíu á pönnu yfir miðlungs hita. Helmingur af  kartöflunum er bætt í ásamt lauk og papriku. Kryddið með salti og pipar. Endurtakið löginn af kartöflum og kryddið. Lokið og hitið þangað  til kartöflurnar og grænmetið eru elduð. Hrærið og snúið með spaða. Þetta tekur um 20 mínútur. Stráið timjan yfir. Kælið örlítið.
 
Léttþeytið egg í stóra skál. Kryddið með salti og pipar. Bætið kartöflublöndunni  í eggin. Þurrkið pönnuna. Bætið 1 msk. olíu í sömu pönnu yfir miðlungs hita. Hellið eggjablöndunni á pönnuna og þekið með osti. Setjið lokið á og eldið þar til eggin eru stíf (um 10 mínútur). Setjið eggjakökuna á fat. Stráið steinselju og kapers yfir.
 
Fljótlegt Tiramisu
  • 1 pakki Lady fingers  (svampkökur) hægt að nota svampbotn eða kexkökur
  • 1/2 bolli sterkt, svart kaffi 
  • 2 skot kaffilíkjör eða dökkt romm
  • 1 pakki mascarpone-ostur
  • 1 peli rjómi
  • 50–100g  flórsykur (eftir smekk)
  • 50 g  kakóduft
  • 1/4 tsk. kanill
 
Aðferð
Hrærið rjóma, flórsykur og marscapone-ost saman. Svampkökur (Lady fingers) eru bleyttar með kaffi ásamt kaffilíkjör. Fyllið Martini-glös með einu lagi af svampkökum. Ýtið kökunum niður til að fá falleg lög í glasið. Fyllið lagskipt með ostakremi og kaffibleyttum kökum. Skreytið hvert glas með kakódufti með snert af kanil. Gott að nota fínt sigti til að strá yfir.
 
Súkkulaðigóðgæti
  • 3 plötur súkkulaði, til dæmis íslenskt Omnom
  • 10 sykurpúðar
  • 2 msk. rjómi
  • 12–15 stk. möndlur/hnetur
  • 2 bollar popp
  • 50 g salthnetur eða annað sælgæti
 
Aðferð
Bræddu súkkulaðið í vatnsbaði eða í örbylgju. Skerðu sykurpúðana í litla bita og settu með rjómanum í pott á lágan hita, bræddu þetta vel saman, það gæti verið að þú þurfir aðeins meiri rjóma, þetta verður svakalegt klístur! Grófsaxaðu möndlurnar og hneturnar, blandið öllu saman.
 
Blanda er sett í ísskáp og látin storkna í um 1 klst. eða lengur. Skerið í hæfilega stóra bita. Skreytið með sykurpúðum. Það er hægt að gera sína eigin sykurpúða úr ferskum ávöxtum en það er fyrir lengra komna.

50 myndir:

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...