Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns
Matarkrókurinn 29. mars 2023

Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Einfalt og gott velja margir í hversdagsmatinn. Hvernig væri að rifja upp gamla góða plokkfiskinn og bæta ögn í með því að bæta blaðlauk við klassísku uppskriftina?

Plokkfisk má gera úr hvítum fiski sem losnar auðveldlega í sundur eftir suðu. Í gamla daga voru helst afgangar af soðningunni, þar sem fiskur hafði verið soðinn á beini, nýttir, en núna er algengara að fólk eldi fiskinn fyrir þennan rétt. Algengast er að nota ýsu og þorsk en ekkert er að því að prófa aðrar tegundir, t.d. löngu, sem er algengt að finna í fiskbúðum. Þá er líka sniðug tilbreyting að nota saltfisk, nætursaltaðan fisk eða reykta ýsu. Grunnuppskrift að plokkfiski inniheldur alltaf lauk, kartöflur og hvítan jafning sem nefnist „bechamel“ á útlensku.

Caption

Svo má leika sér með bragðið, að gratinera réttinn í ofni, bæta við kryddi, s.s. karrí o.s.frv.

Við notum ögn af blaðlauk hér, hann á líka mjög vel við reykta ýsu, gefur milt bragð sem á vel við fiskinn og kartöflurnar.

Aðferð:

Kljúfið blaðlauk eftir endilöngu og saxið, leggið í vatn og skolið vel til að fjarlægja sand og mold.

Þerrið og skrælið lauk og hvítlauk og saxið. Mýkið allan lauk á hægum hita upp úr matarolíu í nokkrar mínútur. Takið til hliðar.

Bræðið smjör í víðum potti, stráið hveiti yfir og hrærið vel saman. Hellið mjólk saman við í smáum skömmtum og hrærið stöðugt. Látið sjóða við væg­ an hita í 20 mínútur og hrærið reglulega í á meðan, þessi sósa brennur mjög hratt við og þarf stöðuga athygli.

Bætið fiski og kartöflum í og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk. 

Setjið blönduna í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir, setjið í 180° C heitan ofn í 20 mínútur, eða þar til osturinn brúnast. Berið fram með rúgbrauði og smjöri.

Eggið og hænan
Matarkrókurinn 23. maí 2023

Eggið og hænan

Ég er áhugamaður um margt. Ég stunda hjólreiðar, ég tálga spýtur, fer á skíði, h...

Grillað nauta rib-eye með Bérnaise-sósu
Matarkrókurinn 9. maí 2023

Grillað nauta rib-eye með Bérnaise-sósu

Við Íslendingar elskum sósur og borðum mikið af þeim, en líklega á engin sósa ei...

Mið-Austurlönd að Glettingi
Matarkrókurinn 6. apríl 2023

Mið-Austurlönd að Glettingi

Nú eru páskar og þá gerum við eins og Jesús gerði; eldum lambakjöt. En af því að...

Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns
Matarkrókurinn 29. mars 2023

Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns

Einfalt og gott velja margir í hversdagsmatinn. Hvernig væri að rifja upp gamla ...

Hversdagslegur kjúklingur
Matarkrókurinn 15. mars 2023

Hversdagslegur kjúklingur

Í tilefni af því að alifuglarækt er búin að slá við sauðkindinni sem mest framle...

Saltkjöt og baunir, túkall
Matarkrókurinn 21. febrúar 2023

Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir þekkja allir, einföld klassík úr okkar matarhefð sem allir þe...

Ostakakan sem aldrei sefur
Matarkrókurinn 16. febrúar 2023

Ostakakan sem aldrei sefur

Fermingarnar nálgast óðfluga og þá þarf að baka. En það þarf ekki allt að vera m...

Vannýtt hráefni úr hafinu
Matarkrókurinn 2. febrúar 2023

Vannýtt hráefni úr hafinu

Öll gætum við sennilega aukið fiskneyslu okkar, en hún hefur mikið dregist saman...