Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Páskalambahryggur og -egg
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 23. mars 2018

Páskalambahryggur og -egg

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hvernig á að elda lambakjöt á beini?
 
Lambahryggur er oft safaríkur og góður. Hefðbundinn lamba­hryggvöðva þekkja allir, þá er hann úrbeinaður, sem getur valdið því að kjötið er ekki eins safaríkt og gamli ömmuhryggurinn. 
 
Þess vegna er klofinn hálfhryggur með lundinni góð tilbreyting, sem er þá eins og T-bein steik en í heilu lagi og svo er hann skorinn í sneiðar eftir eldun með góðum hnífi (þarf að skera í gegnum hrygginn). Það bragð sem fæst aukalega af beininu ætti að vera þess virði að prófa þennan skurð af lambahrygg, sem er vinsæll erlendis.
  • Látið kjötið ná stofuhita, sem ætti að taka klukkutíma.
  • Hitið ofninn í 180 gráður.
  • Penslið kjötið með smjöri eða 
  • ólífuolíu á bretti. Nuddið með salti og ferskmöluðum pipar eftir smekk.
  • Setjið kjötið á steikarpönnu. Brúnið á öllum hliðum.
  • Setjið lambið í ofninn í um 15-20 
  • mínútur. Ekki opna ofndyrnar þegar það er að eldast.
  • Látið standa að lágmarki í 20 mínútur 
  • og setjið svo aftur inn í fimm 
  • mínútur eða þar til hita­mælir sem stungið er inn í þykkasta partinn sýnir 60 gráður að lágmarki, fyrir bleikt kjöt. 
  • Hitið að 63 gráðum fyrir miðlungsvel eldað kjöt og að 68 gráðum fyrir vel eldað.
  • Það er gaman að prófa sig áfram með bragðbættar salttegundir, en úrval af slíku er orðið ágætt og fá má á bændamörkuðum og í sérverslunum. Það má einnig gera sína eigin saltblöndu, til dæmis með þurrkuðu rósmaríni eða kryddjurtum að eigin vali sem er svo unnið saman við saltið í mortéli eða í kryddkvörn.
Borið fram með meðlæti að eigin vali.
 
 
Páskaeggja kex-trufflur
  • 2 Oreo-kexpakkar
  • 1 msk. Nutella hnetusúkkulaðismjör
  • 8 msk. rjómaostur
  • Tvenns konar skraut að eigin vali 
  • 2½ bolli hvítt súkkulaði 
 
Aðferð
Myljið Oreo-kex í matvinnsluvél, með kreminu. Blandið Oreo-mylsnunni saman við rjóma­ostinn. Bætið einni skeið af Nutella saman við. Hnoðið deigið saman í egglaga bolta og setjið á smjörpappír. Setjið í frysti í 15 mínútur.
 
Þá eru Oreo-trufflur tilbúnar í súkkulaðibað. Bræðið hvítt súkkulaði í tvöföldu vatnsbaði (skál ofan á potti með vatni undir), eða í örbylgjuofni þar til bráðið. Takið eggin úr frysti. Dýfið í súkkulaðið annað hvort með gaffli eða setjið á ykkur einnota plasthanska og handleikið eggin þannig. Setjið á nýtt stykki af smjörpappír. Látið herðast. Dýfið í annað sinn ef þið viljið þykkari skel og látið þorna.
 
Skreytið að eigin vali. Látið þorna alveg. Og berið fram í brotnu páskaeggi.
 
 
Páskabrúnkökur 
 
Það er tilvalið að fullkomna veislu­höldin um páskana með því að gera súkkulaðiköku úr öllu afgangs súkkulaðinu og stuðla að minni matarsóun.
  • 175 g smjör
  • 200 g mjólkursúkkulaði, brotið 
  • í sundur (gott að nota afgangs- páskaegg)
  • 225 g ljós púðursykur
  • 2 miðlungsstór egg
  • 1 tsk. vanilluþykkni (valfrjálst)
  • 100 g hveiti
  • 30 g kakóduft
Forhitið ofninn í 180 gráður. Setjið smjör og súkkulaði í örbylgjuofnskál. Krakkarnir elska að hjálpa til við að brjóta eggin og bræða. Örbylgjuofn er stilltur á meðalhita og á eina mínútu. Hrærðu svo blönduna hressilega í 20 sekúndur. Setjið blönduna til hliðar og kælið svolítið.
 
Setjið sykur, egg og vanillu (ef hún er notuð) í sérstaka skál og hrærðu lítillega svo þetta blandist vel saman. Hrærið saman við súkkulaðiblönduna . Bætið loks hveiti og kakói við súkkulaðideigið og blanda vel með sleif.
 
Hellið blöndunni í smurt form og bakið í 20-25 mínútur, þar til þunn skorpu hefur myndast á yfirborðinu.
Takið úr ofninum og látið kólna í forminu í 30 mínútur. Skerið í ferninga. 
 
Það má auðveldlega frysta kökurnar ef búið er að fylla súkkulaðikvótann þessa páska.
 
Framreiðið með ís og berjum.
Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...

Pönnuréttir úr afgöngum
Matarkrókurinn 13. nóvember 2023

Pönnuréttir úr afgöngum

Matarsóun er alltof mikil hjá okkur Íslendingum rétt eins og flestum vestrænum þ...

Napolí, New York ... Kópavogur
Matarkrókurinn 26. október 2023

Napolí, New York ... Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pitsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Rauðspretta í pönnu
Matarkrókurinn 12. október 2023

Rauðspretta í pönnu

Rauðspretta er afar góður matfiskur og er í algjöru uppáhaldi á mínu heimili þeg...

Veturgamalt í vetur
Matarkrókurinn 28. september 2023

Veturgamalt í vetur

Lambakjötið er nú flest allt komið úr dölunum, af fjöllum og heiðum. Þar sem það...

Steikt lamba rib-eye
Matarkrókurinn 14. september 2023

Steikt lamba rib-eye

Haustið er komið og með því göngur og réttir í sveitum landsins og meðfylgjandi ...

Miðaldramanna-salat
Matarkrókurinn 31. ágúst 2023

Miðaldramanna-salat

Árin færast hratt yfir og miðöldrunin gengur vel. En svo byrjar að smella í öllu...

Hamborgari
Matarkrókurinn 16. ágúst 2023

Hamborgari

Góður hamborgari á allar sínar vinsældir skilið, en er samt auðvitað bara hambor...