Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar.
Ofnsteiktur kjúklingur og ætiþistlar
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 1. mars 2021

Ofnsteiktur kjúklingur og ætiþistlar

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú eftir vegan-janúar og fiskbúar (fólk finnur upp á ýmsum nöfnum til að auka neyslu á grænmeti og fiski) er gott að byrja rólega að auka skammt grænmetis og prófa nýtt grænmeti svo lífið verði ekki leiðigjarnt. Grænmetismarkaðir hafa byrjað og fólk fær sent grænmeti í kassa og þá kemur alls konar grænmeti upp, en líka er hægt að nota frosið eða grænmeti úr krukku.

Ef þið finnið ekki ætiþistla skulið þið nota eitthvað annað í staðinn eins og rófur eða næpu og elda þá grænmetið aðeins lengur, bara þar til það er meyrt.

Ofnsteiktar kjúklingabringur

Hráefni

 • 5 lítrar vatn, skipt
 • 1/3 bolli salt
 • 6 beinlausar kjúklingabringur
 • ¼ bolli ferskur sítrónusafi
 • 18 ætiþistlar, steinseljurót eða
  íslenskar rófur
 • 2 msk. ólífuolía, skipt
 • ¼ teskeið nýmalaður svartur pipar
 • 1 msk. olía
 • 1 bolli þurrt hvítvín
 • 1bolli kjúklingasoð úr fernu eða vatn og kraftur
 • 1½ sneið af brauði
 • 2 msk. söxuð steinselja


Aðferð

Blandið þremur lítrum af vatni og salti saman í ílát, hrærið þar til saltið leysist upp. Bætið kjúklingi við saltblönduna. Lokið og kælið í tvær klukkustundir.

Blandið saman tveimur lítrum af vatni og sítrónusafa. Skerið stilk­inn af hverjum ætiþistli. Fjarlægið botnblöðin og sterku ytri blöðin og skerið hvert þistilhjarta í tvennt eftir endilöngu; setjið í sítrónuvatn.

Hitið eina msk. ólífuolíu í stórri pönnu við meðalháan hita. Sigtið ætiþistlana úr vatninu. Setjið ætiþistla á pönnuna. Lokið og eldið í 10 mínútur eða þar til þeir eru meyrir. Takið lokið af og eldið í fimm mínútur til viðbótar eða þar til það er orðið brúnt, hrærið oft í. Haldið heitu.

Hitið ofninn í 225 gráður.

Takið kjúkling úr saltblöndunni og hendið saltblöndunni. Þerrið kjúklinginn, stráið pipar jafnt yfir.

Hitið olíu í stórri ofnfastri pönnu við meðalháan hita. Bætið kjúklingi á pönnuna, kjöthliðina niður; léttsteikið í eina mínútu. Bakið við 225 gráður í 10 mínútur. Snúið kjúklingi við; bakið í 12 mínútur til viðbótar eða þar til bringurnar eru tilbúnar. Haldið heitu.
Látið safann dreypa aftur á pönnuna og bætið hvítvíni við og látið sjóða, skafið pönnuna til að losa steikarskánina. Lækkið hitann og látið malla þar til safinn er orðinn að einum bolla (um það bil 5 mínútur). Bætið soði við pönnuna; látið malla þar til það er minnkað í einn og hálfan bolla (um það bil 10 mínútur).

Lækkið hitann á ofninum í 150 gráður. Setjið brauð í matvinnsluvél. Blandið saman einni matskeið af ólífuolíu og brauðmylsnu í skál, blandið saman á bökunarplötu; bakað við 150 gráður í fimm mínútur eða þar til brauðið er gyllt. Bætið steinselju við og berið kjúkling fram með ætiþistlum og sósu. Með brauðmylsnu og meira af góðu grænmeti.

Ristað grasker með rótargrænmeti
 • 1 stk. lítið ferskt grasker, skræld og skorið í bita
 • 1 stk. sellerírót , skræld og skorin í í bita
 • 1stk. laukur, saxaður
 • 1 sæt kartafla, skorin tvennt
 • 3 msk. ólífuolía
 • 2 msk. balsamik edik
 • 2 msk. hunang
 • 1 msk. saxaður hvítlaukur eða meira eftir smekk
 • 2 tsk. malaður svartur pipar
 • 1 tsk. malað indverskt garam masala krydd
 • ½ tsk. sjávarsalt

Aðferð

Hitið ofninn í 190 gráður.

Á bökunarplötu með ögn af fitu (svo festist ekki við) eða á smjörpappír, skuluð þið blanda saman graskeri og rótargrænmeti ásamt lauk.

Þeytið ólífuolíu, balsamic ediki, hunangi, hvítlauk, pipar og indversku garam masala, og sjávarsalti saman í litla skál, hellið yfir grænmetisblönduna og blandið saman. Dreifið á tilbúna bökunarplötuna í einu lagi.

Bakið í forhituðum ofni þar til allt grænmeti er meyrt, um það bil 35 mínútur.

Fljótlegt Tiramisu
 • 35 g flórsykur
 • 225 g mascarpone ostur
 • 1 stöng vanilla eða duft , eða 1 tsk. vanilluþykkni
 • 4 msk. kaffilíkjör eða gott eftirréttavín
 • 170 ml rjómi
 • 4 lady finger eða þurrar kexkökur
 • 225 ml kalt sterkt kaffi
 • Rifið súkkulaði, til að skreyta

Aðferð

Sigtið flórsykurinn í mascarpone. Ef þú notar vanillufræ, skafa fræin út. Bætið vanillufræjum (eða vanilluþykkni) og vín út í mascarpone og blandið vel saman.

Þeytið rjómann í sér skál þar til hann er léttþéttur.

Blandið rjómanum og mascarpone saman og kælið í kæli ef mögulegt er.

Brjótið ladyfinger í tvennt og dýfið þeim mjög stutt í kalda kaffið. Skiptið þeim í botninn á glösunum og setjið yfir mascarpone blönduna.

Rífið smá súkkulaði ofan á áður en það er borið fram. Eða kakóduft.

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín
Matarkrókurinn 31. mars 2021

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín

Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa k...

Grænmeti og möndluhjúpaður kjúlli
Matarkrókurinn 12. mars 2021

Grænmeti og möndluhjúpaður kjúlli

Við skulum vera heiðarleg, grænmetismeðlæti getur orðið einhæft og stundum erfit...

Ofnsteiktur kjúklingur og ætiþistlar
Matarkrókurinn 1. mars 2021

Ofnsteiktur kjúklingur og ætiþistlar

Nú eftir vegan-janúar og fiskbúar (fólk finnur upp á ýmsum nöfnum til að auka ne...

Rauðrófubrauð, ýsa og ristaður aspas
Matarkrókurinn 29. janúar 2021

Rauðrófubrauð, ýsa og ristaður aspas

Matarmikið og gott brauð sem virkar jafn vel í morgunmat og í samlokur. Helst me...

Hleypt egg með mörðu avókadó
Matarkrókurinn 15. janúar 2021

Hleypt egg með mörðu avókadó

Hér koma nokkir einfaldir en gómsætir hollir réttir sem henta vel eftir hátíðarn...

Andabringur og reykt svínakjöt, karamellað grænmeti og soðgljái
Matarkrókurinn 21. desember 2020

Andabringur og reykt svínakjöt, karamellað grænmeti og soðgljái

Lamba „t-bein steikur“ og eggjakökur
Matarkrókurinn 4. desember 2020

Lamba „t-bein steikur“ og eggjakökur

Nú þegar gott úrval er af fersku lambakjöti, getur verið sniðugt að elda „t-bein...

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur
Matarkrókurinn 1. desember 2020

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur

Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmi...