Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nautakjötsþynnur og asískur hotpot
Nautakjötsþynnur og asískur hotpot
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 20. nóvember 2015

Nautakjöt eldað á steini og pönnukökur á franska vísu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýstárlegt í eldhúsinu og ekki verra þegar matargestirnir geta eldað sjálfir á funheitu grjóti. Það er hægt að fá tilbúna steina en skemmtilegra er að finna flottan íslenskan stein, þrífa og sjóða vel. Hann er síðan settur á grill eða yfir gasloga og settur á matarborðið yfir kertaloga. 
 
 
Þá elda gestirnir sínar kjötsneiðar sjálfir. Þetta er japanska aðferðin við að elda kjöt á sjóðandi heitum steinum á borði, ásamt heitu soði í  potti fyrir núðlur og þunnt skorið nautakjötið. Á bbl.is má sjá myndband þar sem nautakjöt er grillað á heitum steini.
 
Það hugsa margir til Frakklands þessa dagana og það er vel við hæfi að útbúa ekta franska rétti. Franskar pönnukökur, eða crêpe, er hægt að elda á fjölbreytta vísu en hér er sæt, fersk útgáfa með hnetum, súkkulaði og bönunum.
 
Nautakjötsþynnur og asískur hotpot 
  • 1 askja góðir sveppir
  • 100 g nautakjöt, t.d. sirloin eða fituhreinsað ribeye
  • 1 tsk. wasabi
  • 4 msk.  flögusalt til að framreiða með kjötinu
  • 2 msk. olía eða kókósfita til að pensla steininn
 
Kryddsoð
  • 2,5 cm engiferrót, skorin í fínar ræmur (hægt er að kaupa asískt súpu-mix fyrir þá sem vilja stytta sér leið)
  • 1 lítil handfylli kóríander
  • Bragðefni að eigin vali: sojasósa, fiskisósa eða kjötkraftur
  • 500 ml vatn
  • ½ bakki núðlur
 
Fyrir dipp-sósu
  • 1 msk. sojasósa 
  • 1 msk.  olía 
  • 1 msk. rauður chili, fínt saxað 
  • 1 msk. hakkaður kóríander
  • ¼ greipaldin (eða sítróna), safinn kreistur í sósuna
Til eru góðar tilbúnar sósur eins og sæt chilisósa eða sushi-sojasósa. Þessi aðferð er þekkt sem ishiyaki, „ishi“ þýðir steinn og „yaki“ þýðir grill.
 
Aðferð
Fyrir nautakjötið. Hitið hreina steina yfir gasloga þar til þeir eru sjóðandi heitir. Þetta ætti að taka góðar 10–15 mínútur. Einnig er hægt  setja steininn inn í ofn eða grill á hæstu stillingu.
 
Á meðan steinninn er að hitna, skerið nautakjöt í þunnar sneiðar með beittum hníf. 
 
Smyrjið hvert stykki af nautakjöti með smá wasabi, setjið í pottinn engifersneiðar, kóríander og sveppi og þá er hægt að sjóða smá núðlur í kryddsoðinu og framreiða með kjötinu sem meðlæti.
 
Raðið nautakjöti á fat og setjið til hliðar.
 
Fyrir dipp-sósu. Sameinið öll innihaldsefni í skál.
 
Þegar steinarnir eru mjög heitir, steikið kjötið og kryddið með salti. Einnig hægt að sjóða í kryddsoðinu ásamt núðlum.
 
Dýfið kjötinu í smá dipp-sósu og borðið strax.
 
Crêpes með heimalöguðu súkkulaði-hnetusmjöri, bönunum og rjóma
 
Pönnukökudeig
  • ½ bolli (100 g) hveiti
  • 1 egg
  • klípa salt
  • 1 ¹⁄₃ bolli (300 ml) mjólk
  • 1 msk. (15 g) brætt smjör
  • Súkkulaðismjör með salthnetum
  • 1 bolli (150 g) heslihnetur (en gaman að breyta og nota t.d. saltaðar 
  • kasjú­hnetur)
  • 100 g mjólkursúkkulaði, brætt og kælt
  • 2 msk. kakóduft
  • ½ bolli / 65 g flórsykur
  • ½ tsk. vanilludropar
  • 1 msk. jurtaolía eða kókosfita
 
Aðferð
Setjið hveiti og salt í stóra skál og gerið holu í miðjuna. Brjótið eggið og setjið í miðjuna.
Hellið mjólkinni í og byrjið að hræra frá miðju, smám saman hrærið hveitið þar til það er slétt. Þá bætið í  bræddu smjöri. Látið deigið hvíla í ísskáp í 30 mínútur. Þetta gefur betri pönnukökur.
 
Hitið pönnu yfir miðlungshita, penslið  með smjöri. Setjið deigið á pönnu og hallið pönnunni til að færa blönduna í kring. Pönnukakan ætti að vera gullinbrún eftir um 45 sekúndur. 
 
Þá snúið á hina hliðina í lágmark 30 sek. áður en fært er upp á disk. Haldið áfram að klára deigið. Hægt er að hita pönnukökurnar upp í ofni ef þarf.
 
Ristið hnetur í 200 °C í 10–15 mín. þangað til þær verða ilmandi og vel ristaðar. Það er líka hægt að kaupa ristaðar hnetur. Fjarlægja eins mikið af skinnum og mögulegt er (ef heslihnetur eru notaðar, þarf ekki með salthnetur eða kasjúhnetur). Setjið hnetur í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er eins og hnetusmjör. Þetta tekur um 2 mínútur.
 
Næst bætið í kakódufti, flórsykri, bræddu súkkulaði, vanilluþykkni og jurtaolíu. Haldið áfram að blanda öllum þessum efnum saman í um 90 sekúndur eða svo. Þegar kremið er slétt og glansandi þá er það tilbúið. Geymið heimalagaða súkkulaði­smjörið í loftþéttum krukkum. 
Framreiðið með bönunum og vel af íslenskum þeyttum rjóma.

7 myndir:

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...