Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Laxaborgari hjúpaður tortillaflögum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 27. janúar 2017

Laxaborgari hjúpaður tortillaflögum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Ef samviskan er sterk en líkaminn kallar á skyndibita, er best að gera hollari skyndibita. 
 
Þar er ofurfæðan lax efstur á blaði. Laxeldi á Íslandi er að aukast og er því tilvalið að velja íslenskan lax í bland við bandarískar tortillaflögur, rasp og krydd – sem mætti kallast ný útgáfa af fiski í raspi.
 
Laxaborgari
  • 1 bolli tortillaflögur - muldar (raspur) (mylja þær í matvinnsluvél eða bara kremja þær í opnum poka)
  • 1 stk. beinlaust laxaflak
  • 1 skallotlaukur, saxaður fínt
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 stórt egg
  • 1/3 bolli brauðmylsna (eða soðnar kartöflur til að binda borgarann saman)
  • 1 msk. chili-mauk
  • 1/2 tsk. chili-duft 
  • 1/2 tsk. reykt paprika
  • 1/2 tsk. kúmenduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. pipar
  • 2 matskeiðar söxuð fersk steinselja
  • 3 til 4 matskeiðar ólífuolía
  • 8 góð lítil bollubrauð
  • 6 sneiðar góður ostur
  • Smá brúskur af uppáhalds salat- inu þínu (mér finnst gott að gera rauðkáls-hrásalat)
  • 2 avókadó,(lárpera) skornar í sneiðar
  • Hveiti og eggjahvíta (til að hjúpa í rasp)
 
Chili (krydd) majó
  • 1/2 bolli majónes
  • 1 tsk. chilimauk að eigin vali eða annað krydd, kryddjurtir, wasabi eða sinnep.
Setjið tortillamylsnu á stóran disk. Gott að taka fyrst flögurnar í matvinnsluvél, eða merja fínt í rasp. Sumir vilja bæta sesamfræjum saman við.
 
Saxið laxinn (eða skerið í bita), gott er að nota matvinnsluvél. Saxið þar til laxinn er í litlum bitum, en ekki alveg í fars. Takið laxinn og setjið í stóra skál. Bætið skallotlauk, hvítlauk, egg, brauðmylsnu (eða jafnvel mörðum soðnum kartöflum), chili­sósu, kryddi, salti og pipar ásamt steinselju í skál. Hrærið í með skeið til að blanda öllu saman og þjappið svo blöndunni saman með hreinum höndum, eða notið einnota hanska. Skiptið blöndunni í um átta borgara, en miðið við stærð brauðsins sem á að nota.
 
Setjð svo hveiti á disk og eggjahvítu á annan disk. Svo er borgarinn settur fyrst í hveitið, svo eggjahvítuna og svo í tortillamylsnuna. Hjúpið allan borgararann og endurtakið með alla hina. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs hita og setjir tvær matskeiðar af ólífuolíu á pönnuna. Steikið borgarana á báðum hliðum þangað til þeir eru gullnir á lit, í um tvær til þrjá mínútur á hvorri hlið (ég geri þetta í tveimur skömmtum). Látið hvíla í heitum ofni í að lágmarki á aðra mínútu eða í tvær til að tryggja að þeir eru heitir inn að miðju.
Það er hægt að setja saman borgarann með ýmsu meðlæti. Setjið grænt salat á botnbrauðið eða hrásalat.
Setja svo hamborgara ofan á og eftir smekk bragðbættu majónesi og lárperu. Berið strax fram!
 
Krydd majónes
Bætið bragðefnum að eigin vali við majónesið í hrærivél eða matvinnsluvél og maukið þar til það er slétt. Þú getur gert þetta vel í tíma.

4 myndir:

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ
Matarkrókurinn 10. júní 2025

Grillaðar lambakótelettur með indverskum blæ

Nú er líklega of seint í rassinn gripið að grilla þegar kannski bestu dagar suma...

Grillarar allra landa sameinist
Matarkrókurinn 26. maí 2025

Grillarar allra landa sameinist

Fyrsti maí er liðinn og sólin er farin að þrýsta sér í gegnum vorhretið og vonan...

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi
Matarkrókurinn 12. maí 2025

Fiskneysla fiskveiðiþjóðar & stolinn karfi

Þó að fiskur sé stór hluti af sjálfsmynd Íslendinga þá hefur fiskneysla dregist ...

2 fyrir 1-tilboð
Matarkrókurinn 23. apríl 2025

2 fyrir 1-tilboð

Það að geta gert tvo hluti í einu eða fengið meira fyrir minna er alltaf æskileg...