Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambahryggvöðvi og kjúklingabaunaeftirréttur
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 26. febrúar 2018

Lambahryggvöðvi og kjúklingabaunaeftirréttur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Fólk er kannski ekki vant því að borða eftirrétti með kjúklingabaunum í. En það er í raun hægt að gera ýmislegt með kjúklingabaunum, eins og Bjarni Gunnar sýnir hér fram á.  
 
Vegan-marengs
  • Safi úr einni dós af kjúklingabaunum
  • 1/4 tsk. vínsteinslyftiduft (creme of tartar) eða smá sítrónusafi
  • Smá salt
  • 3/4 bolli  flórsykur eða sykur
Gott að vera með: Einn stór sprautupoki og 1 stórstjörnu túða.
 
Setjið safann af  kjúklingabaunum beint í skálina á hrærivél með písk. Það ætti að vera um 3/4 bolli vökvi. Geymið baunirnar til annarrar notkunar. Bætið vínsteinslyftidufti við (eða smá sítrónusafa) og klípu af salti og þeytið  á miðlungshraða þar til þetta er orðið mjög loftkennt. Þeytið áfram, bætið svo sykri, einni matskeið í einu, og haldið síðan áfram að þeyta þar til blandan er orðin eins stíf og glansandi marengs – í um fjórar mínútur.
 
Setjið blönduna yfir í stóran  sprautupoka sem er með stóra stjörnutúðu. Sprautið toppa með um tveggja sentimetra millibili á smjörpappírinn. Bakið þar til marengsinn er harður og ekki lengur glansandi – í um það bil tvær klukkustundir. Setjið efstu ofnplötuna neðst og neðstu plötuna efst. Slökkvið á ofninum og látið marengsinn sitja í honum lokuðum eftir bakstur þar til hann þornar í gegn, í um það bil eina klukkustund (marengs mun haldast góður í loftþéttu íláti í allt að 3 daga).
 
 
Hollara Snickers-stykki
Þetta sælgæti er hollara en það sem gerist og gengur, gert með hollari sætuefnum eins og hunangi eða pálmasykri og sætum döðlum.
  • 2 tsk. kókosolía
  • 2 bollar döðlur 
  • 1/2 bolli (50 g) kakóduft
  • 1 bolli (90 g) kókosmjöl
  • Smá sætuefni, kókospálmasykur eða hunang
  • 400 g dós sigtaðar kjúklingabaunir
  • 1/3 bolli (95 g) hreint hnetusmjör 
  • 2 tsk, vanilluduft eða fræ af 
  • vanillustöng
  • 1 1/2 bolli (225 g) ristaðar hnetur, má nota saltaðar jarðhnetur
  • 40 g ósaltað smjör
  • 200 g dökkt súkkulaði, hakkað
  1. Smyrjið 20 sentimetra breiða pönnu með smjörpappír á. Fyrir botninn:  bræðið 1 tsk af kókosolíu í litlum potti við lágan hita. Setjið döðlurnar saman við og hrærið til að hita þær í gegn. Flytjið yfir í matvinnsluvél með kakói, þurrkuðum kókos og einni matskeið af hunangi. Vinnið saman þar til allt er vel blandað saman. Dreifið yfir bakkann og þjappið niður. Kælið fyrir næsta lag. Geymið helming fyrir næsta lag.
  2. Bætið hnetusmjöri við afganginn af grunninum, ásamt kjúklingabaunum  og vanillu og vinnið þar til grunnurinn er þykkur og með sléttri áferð. Dreifið yfir döðlugrunninn og jafnið yfirborðið með skeið. Kælið í klukkustund.
  3. Til að búa til hnetukaramellu: Setjið hnetur, smjör og 2 matskeiðar af hollu sætuefni eins og hunangi eða pálmasykri í pott yfir lágan hita og hrærið þar til þetta bráðnar saman. Kælið örlítið og dreifið síðan yfir hnetusmjörfyllinguna, pressið niður til að búa til jafnt lag. Setjið í frysti í eina klukkustund til að grunnurinn harðni.
  4. Bræðið súkkulaði í skál sem er sett yfir vatnsbað (ekki láta skálina snerta vatnið). Kælið örlítið. Hellið síðan yfir hnetukaramelluna og sléttið með sleif. Kælið í eina klukkustund, eða þar til súkkulaðið er hart. Skerið þá í lengjur og framreiðið.

 

 
Lambahryggvöðvi kryddaður með lauk, hvítlauk og suðrænum kryddum
  • 2 lambahryggvöðvar
  • 1 saxaður laukur
  • 1 rif saxaður hvítlaukur
  • 1 biti saxað engifer
  • ½ ferskur chilipipar, kjarnhreinsaður
  • 50 g púðursykur
  • 2 msk ólívuolía
  • 2-3 msk hvítvínsedik
  • 100 ml tómatsósa
  • 100 ml hrein jógúrt
  • 2 msk mangó-chutney
  • ½ tsk negull, malaður
  • ½ tsk cumin, malað
  • salt og pipar eftir smekk
Þegar þetta lamb er sett í ofninn fyllist eldhúsið af suður-afrískri kryddlykt sem sendir mann hálfa leið til Afríku.
 
Aðferð
Öllu er blandað saman og smurt yfir lambahryggvöðvann sem búið er að krydda með salti, pipar, cumin og negul. Ofnbakað við 220 gráður í 10 mínútur og svo lækkað niður í 100 gráður í um 10–15 mínútur, eða þar til kjarnhiti nær 62 gráðum. 
 
Framreiðið með ristuðu rótargrænmeti og sýrðum rjóma, með ögn af mango-chutney sósu eða gamaldags mömmusósu og kartöflum.
Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...