Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir
Matarkrókurinn 20. mars 2014

Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir

Kjúklingur er vinsæll og hentar fyrir alla aldurshópa. Hér eru tvær uppskriftir þar sem bringur eru baðaðar í kókosmjólk og síðan kjúklingaleggir í kornflöguhjúpi. Uppskrift að hummus úr kjúklingabaunum fylgir í kaupbæti.
Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir er óhætt að krydda kjúklinginn með framandi kryddum til þess að hrista upp í hversdeginum.


Það er stundum hagkvæmt að kaupa heila kjúklinga og ágætis úrbeiningaræfing að skera bringurnar úr og hluta fuglinn í parta.

Sesamgljáð kjúklingabringa

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 búnt basil eða önnur kryddjurt
  • 50 ml ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 400 g sætar kartöflur
  • 400 g gulrætur
  • 50 ml sojasósa
  • 1 dós kókosmjólk

Kjúklingurinn er brúnaður á heitri pönnu í olíu og kryddaður til með salti og pipar. Eldað í ofni þar til kjarnahiti er orðinn 70 °C eða í um 12 mín. í 190 °C heitum ofni.
Setjið bringurnar aftur á pönnu eftir eldun, hellið kókosmjólkinni og sojasósunni yfir þær ásamt ristuðum sesamfræjum.


Sætu kartöflurnar og gulræturnar ristaðar á pönnu og loks bakaðar í ofni þar til þær eru orðnar mjúkar. Kryddið með salti og pipar.

Kjúklingalæri í stökkum raspi

  • 8-10 kjúklingaleggir eða heill
  • kjúklingur bitaður niður
  • 5 dl kornflögur
  • 2 egg
  • salt og pipar
  • 2 msk. hvítlaukur
  • 2 msk. olía

Hitið ofninn í 200 °C. Myljið kornflögurnar smátt og veltið upp úr eggi sem búið er að blanda saman við krydd. Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.


Blandið olíunni og hvítlauknum saman og veltið leggjunum upp úr blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr muldu kornflögunum og þrýstið þeim vel að leggjunum.


Raðið leggjunum í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir. Setjið í ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.


Gott er að bera leggina fram með maísflögum.

Mexíkómeðlæti: Tómatsalsa, sýrður rjómi og avókadó (lárpera) ásamt góðu salati.

Hummus

  • 1 dós soðnar kjúklingabaunir
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 pressað hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • ¼ tsk. cayenne-pipar
  • 1 tsk. kummin
  • 1½ msk. tahini (sesammauk)
  • handfylli söxuð steinselja
  • örlítið vatn

Kjúklingabaunirnar maukaðar í matvinnsluvél. Öllu hinu blandað saman við og hrært eða maukað vel saman.

4 myndir:

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...