Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum
Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 9. október 2015

Kartöflur, kjöt og kökur klikka aldrei

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú er síðasti séns að bjarga haust-upp-skerunni í hús þar sem haust-lægðirnar stefna á landið. Margir eru með tilraunarækt á ýmsu grænmeti og fá góða uppskeru. Hægt er að fá fjölbreytt fræ í garðyrkjuverslunum og með æfingunni er hægt að ná góðum tökum á ræktuninni og fá viðunandi uppskeru. 

Marglitt grænmeti og rótargrænmeti þekkist víða á Norðurlöndunum, t.d. jarðskokkar, steinseljurót og nípur. Það gefur salatinu og lífinu lit. Ef ræktunaráhuginn er ekki fyrir hendi á heimilinu fást þessar grænmetistegundir í öllum betri matvöruverslunum. Sólheimar í Grímsnesi hafa boðið til sölu marglita tómata sem hafa slegið í gegn.

 

Nýjar kartöflur og laukur í eldföstu fati 

  • 16 stk. hnetukartöflur eða nýjar
  • íslensk­ar, skornar í tvennt.
  • 12 stk. perlulaukur, skrældur
  • 375 ml (1½ bolli) kjúklingasoð (vatn og kraftur)
  • 30 g (2 msk.) smjör
  • 15 ml (1 msk.) hunang
  • 1 sítróna, börkur og safi
  • 2 msk. hökkuð steinselja
  • salt og pipar

Aðferð

Sameinið öll innihaldsefni nema steinselju í pott. Bætið við salti og pipar.

Komið upp suðu. Setjið lok á pottinn (fatið) og látið malla um 10 mínútur. Fjarlægið lokið. Haldið áfram að elda þar til kartöflurnar er mjúkar í miðju og soðið farið að þykkna. Skreytið með steinselju eða öðru grænu kryddi, spínati eða grænkáli og smakkið til með salti og pipar. Framreiðið í  eldföstu fati.

Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum

  • 1 nautapiparsteik, skorin í um 200 g á mann
  • 2 tsk. mulinn svartur pipar
  • 50 g af smjöri
  • salt og pipar
  • 2 dl rauðvín
  • pönnusósa
  • 300 g rifsber
  • 2 perur
  • 1 laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • ½ tsk. mulinn kanill
  • 2 msk. rifsberjahlaup
  • 1 msk. hunang
  • 2 dl rauðvín
  • 5 dl nautakraftur
  • smá smjör
  • 500 g af Jerúsalem ætiþistlar eða jarðskokkum (má skipta út fyrir ­
  • kartöfl­ur)
  • ólífuolía
  • hökkuð steinselja

Aðferð

Nuddið kjötið með salti og vel af pipar. Brúnið kjötið á pönnu setjið svo í ofninn á 180°C í um 10 mínútur. Takið út og leyfið að hvíla fyrir framreiðslu. Snúið niður hitann í 160°C fyrir upphitun. 

Hellið rauðvíni í pönnuna sem kjötið var brúnað í. Perur og laukur er skorinn í bita og steikt í smjöri með kanil. Bætið berjum og sultu í og eldið í um 5 mínútur. Þá er blandan sigtuð og kryddað með salti og pipar og rauðvíninu. Hrærið í klípu af  smjöri í sósuna rétt áður en bera á fram. 

Jerúsalem ætiþistlana er best að meðhöndla eins og kartöflur og hreinsa með grænmetisbursta. Ef þeir eru tiltölulega ferskir er ekki nauðsynlegt að afhýða þá. Skerið í  grófar sneiðar og steikið þá léttgullna í olíu. Kryddið með salti og pipar og skreytið með steinselju. Hitið kjötið, skerið í sneiðar og raðið á fat. Berið fram með sósu og ætiþistlum. Skreytið með hráum sneiðum af röndóttum rófum (candy stripe).

Súkkulaðismákökur

  • 220 g smjör
  • 200 g púðursykur  
  • 180 g sykur 
  • 15 g salt
  • 5 g  lyftiduft 
  • 20 g vanilludropar
  • 2 heil (100g) egg 
  • 400 g  hveiti 
  • 300 g mjólkursúkkulaði, 40%, hakkað (eða 2 plötur dökkt súkkulaði, t.d. íslenskt hágæða Omnom súkkulaði)

Aðferð

Í hrærivélaskál með spaða, sameinið smjör, púðursykur, sykur, lyftiduft og salt.  

Blandað á meðalhraða í tvær mínútur.

Aukið hraðann í tvær mínútur til viðbótar. Skafið niður hliðar. Deigið ætti að vera fölgulbrúnt á lit með þeyttri áferð. Þá er tími til að bæta vanilludropum út í.

Bætið eggjum við, eitt og eitt í einu saman við smjörblönduna.

Aukið hraðann og blandið í aðra mínútu eða svo eða þar til eggin eru að fullu samfelld við deigið.

Bætið í  hökkuðu súkkulaði og hveiti í blönduna. Blandið þar til allt hveiti er samfellt. Hitið ofninn í 180°C.  Setjið smjörpappír á bakka og smákökurnar á hann. Gott að láta hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur. (Hægt er að þrífa eldhúsið í millitíðinni!)

Bakið kökur í 13 til 14 mínútur við 180°C.

Látið hvíla í um 10 mínútur eða svo. Gæti verið erfitt en áferðin mun breytast og kökurnar harðna þegar þær kólna. Köld mjólk er skyldudrykkur með súkkulaðismákökunum.

3 myndir:

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...